Krabbameinsaðgerð í janúar en gull á ÓL í mars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 12:00 Mentel-Spee, til vinstri, fagnar hér gullinu sínu í Suður-Kóreu. vísir/getty Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira