Íslenska ríkið grætt ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins Kristján Már Unnarsson skrifar 12. mars 2018 21:30 Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco, Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Í baksýn má sjá eitt af íbúðahverfunum á Ásbrú. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Íslenska ríkið hefur hagnast um ellefu milljarða króna á sölu fasteigna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Ásókn í íbúðarhúsnæði er svo mikil að fjárfestar huga nú að nýjum húsbyggingum á gamla varnarsvæðinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“ í kvöld. Þegar bandaríski herinn fór haustið 2006 eignaðist ríkið allar húseignir á svæðinu, þar á meðal atvinnuhúsnæði, skóla og nærri tvöþúsund íbúðir og íbúðareiningar.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vallarsvæðið, sem áður hýsti nærri sex þúsund manns, var eins og draugabær fyrst eftir brottför hersins, sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. „Sumir vildu bara fara með ýtu á þetta og láta Kanann skila þessu eins og hann tók við því og sá í. Það var nú sem betur fer ekki gert,“ sagði Hjálmar. Til að halda utan um eignasafnið stofnaði ríkið Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sem kallast einnig Kadeco. „Okkur var falið að koma þessu sem fyrst í borgaraleg not. Og nú, ellefu árum síðar, höfum við selt nánast hvern einasta fermetra sem félagið fékk,“ sagði Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kadeco. Á Ásbrú búa núna um þrjúþúsund manns, fleiri en á Ísafirði. Þetta reyndist svo sannarlega ekki verðlaust.Nemendur Háaleitisskóla á Ásbrú eru nú um 250 talsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nú hefur félagið skilað um ellefu milljörðum í ríkissjóð í hagnað af verkefninu. Þetta hefur náttúrlega kostað helling en það hefur hins vegar verið hreinn hagnaður, sem er ellefu milljarðar,“ sagði Marta. Fasteignafélagið Ásbrú íbúðir keypti íbúðir af ríkinu í fyrra eftir útboð og er nú byrjað að endurselja hluta þeirra til einstaklinga. Þar vilja menn byggja meira.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ingi Júlíusson, framkvæmdastjóri hjá Ásbrú íbúðum, segir augljóst, sé horft til næstu 10-15 ára, að Ásabrúarsvæðið muni gegna lykilhlutverki í þeirri miklu uppbyggingu, sem framundan sé á Reykjanesi, með kannski 30-50 prósenta fjölgun íbúa. Vegna vaxtar í kringum flugvallarstarfsemina þurfi að byggja þrjú til fimm þúsund íbúðir á Reykjanesi og nokkurhundruð þeirra muni rísa á Ásbrú. „Ég hallast að því að það séu meiri líkur en minni á að við munum byggja hérna á næstu tveimur árum,“ sagði Ingi. Fjallað var um nýja íslenska samfélagið á Ásbrú í þættinum „Um land allt“. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Tengdar fréttir Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15 Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. 5. mars 2018 23:15