Trump skrifar undir fjárlög með semingi Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2018 21:15 Trump kallaði útgjaldafrumvarp þingsins fáránlegt en skrifaði engu að síður undir það. Vísir/AFP Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Enn einni lokun bandarísku alríkisstjórnarinnar var forðað í dag þegar Donald Trump forseti skrifaði undir fjárlög sem Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni. Trump hafði hótað að beita neitunarvaldi en skrifaði á endanum undir með þeim orðum að hann myndi aldrei aftur fallast á slík fjárlög. Eftir japl, jaml og fuður náðu repúblikanar og demókratar samkomulagi um fjárlög í vikunni. Síðasta fjárlagaári lauk í september en síðan þá hefur alríkisstjórnin verið rekin með tímabundnum fjárveitingarheimilum sem þingið hefur samþykkt á nokkurra mánaða fresti. Rekstur alríkisstjórnarinnar hefur í tvígang stöðvast, í skamman tíma þó, vegna átaka um innihald fjárlaganna. Þingmenn höfðu frest þangað til á miðnætti í kvöld til að samþykkja nýtt útgjaldafrumvarp.Hótun eftir að þingmenn voru farnir úr bænum Eina sem vantaði upp á var undirskrift Trump forseta. Því olli það skiljanlega ringulreið þegar Trump tísti í morgun um að hann væri að íhuga að beita neitunarvaldi. Þá voru þingmenn þegar á leið frá Washington-borg í tveggja vikna þinghlé, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Ástæðuna sagði Trump þá að ekki væri kveðið á um fulla fjármögnun landamæramúrs hans og að demókratar hefðu gefið svonefnda DACA-þega algerlega upp á bátinn. Það eru innflytjendur sem voru fluttir ólöglega til Bandaríkjanna þegar þeir voru börn. Trump batt enda á DACA-áætlun Baracks Obama, forvera síns í embætti, sem varði þá fyrir brottvísun síðasta haust. Demókratar leyfðu rekstri alríkisstjórnarinnar að stöðvast í nokkra daga til að knýja á um lausn fyrir DACA-skjólstæðinga í janúar. Í fjárlögunum er kveðið á um 1,6 milljarða dollara fyrir múrinn á landamærunum að Mexíkó. Trump hafði krafist 25 milljarða dollara. Demókratar höfðu raunar boðið Trump samkomulag um landamæramúrinn. Þeir voru tilbúnir að fallast á fulla fjármögnun hans gegn því að skjólstæðingar DACA-áætlunarinnar hlytu áframhaldandi vernd. Trump hafnaði því tilboði hins vegar vegna þess að í því fólst ekki niðurskurður í komum löglegra innflytjenda sem hann vildi.Fjármögnun ríkisins tryggð í sex mánuði Síðdegis hafði Trump hins vegar undið kvæði sínu í kross. Tilkynnti hann fréttamönnum að hann hygðist skrifa undir fjárlögin. „En ég segi við þingið að ég mun aldrei skrifa undir frumvarp af þessu tagi aftur. Ég ætla ekki að gera það,“ sagði Trump sem réttlætti það með því að hann vildi ekki koma í veg fyrir stóraukin útgjöld til hersins sem fjárlögin fela í sér. Þar með lýkur nær mánaðarlegum átökum á Bandaríkjaþingi þar sem lokun alríkisstjórnarinnar hefur verið undir en aðeins tímabundið þó. Fjárlögin gilda út september.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56 Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47 Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19 Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Alríkisstjórnin gæti lagst í lamasess vegna deilna um innflytjendur Ekkert samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi fjármögnun bandaríska ríkisins en frestur til að samþykkja lausn rennur út á morgun. 18. janúar 2018 08:56
Kenna Demókrötum um lokun alríkisstjórnarinnar Bandarískum alríkisstofnunum hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings. 20. janúar 2018 07:47
Samkomulag um að auka ríkisútgjöld um 500 milljarða dollara Þverpólitískt fjárlagafrumvarp sem samþykkja þarf í dag mætir þó andstöðu innan raða beggja flokka. 8. febrúar 2018 12:19
Trump leggur fram tillögu til að höggva á hnútinn í deilu um innflytjendur Ólíklegt er hins vegar að tillagan eigi eftir að falla í kramið, hvorki hjá harðlínumönnum í innflytjendamálum né frjálslyndum demókrötum. 25. janúar 2018 23:29