Þjóðaröryggisráðgjafi Trump hættir, harðlínumaður inn í staðinn Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2018 23:10 McMaster (t.v.) fer út, Bolton (t.h.) kemur inn. Bolton verður þriðji þjóðaröryggisráðgjafi Trump á rúmu ári. Vísir/AFP H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ætlar að segja af sér. Í hans stað kemur John Bolton, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, sem hefur talað fyrir því að ráðast á Norður-Kóreu að fyrra bragði.New York Times hefur þetta eftir embættismönnum í Hvíta húsinu. Samband McMaster og Trump hefur verið stirt undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um mögulegt brotthvarf þess fyrrnefnda. McMaster hefur meðal annars verið ósammála Trump um alþjóðlegan samning um kjarnorkuáætlun Írans sem forsetinn vill rifta. Hann hafi flýtt afsögn sinni vegna þess að hann taldi vangavelturnar um framtíð sína hafa skaðleg áhrif á viðræður við fulltrúa annarra ríkja. Heimildir blaðsins herma að ákvörðunin um afsögnina hafi verið tekin í góðu. Hún tengist ekki leka um minnisblað sem ráðgjafar Trump undirbjuggu fyrir símtal hans við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á þriðjudag. Trump hunsaði þá ráðleggingar um að óska Pútín ekki til hamingju með endurkjör sitt og fordæmdi heldur ekki taugaeitursárásina í Bretlandi sem bresk og bandarísk stjórnvöld hafa kennt Rússum um. McMaster tók við stöðu þjóðaröryggisráðgjafa eftir að Trump rak Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn, eftir innan við mánuð eftir valdatökuna. Flynn hafði þá ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Flynn er einn þeirra sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Náðu aldrei saman Það var ekki aðeins í málefnum Írans sem kastast hafði í kekki á milli Trump og McMaster. Trump setti ofan í við McMaster á Twitter í febrúar eftir að þjóðaröryggisráðgjafinn hafði sagt opinberlega að sannanirnar fyrir því að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á kosningarnar væru óvefengjanlegar. Trump tísti um að McMaster hefði gleymt að segja að þau afskipti hefðu ekki haft nein áhrif á niðurstöður kosninganna og sakaði demókrata um hafa raunverulega átt í samráði við Rússa.Trump og McMaster þegar allt lék í lyndi.Vísir/AFPNew York Times segir einnig að Trump og McMaster hafi ekki þekkst þegar sá síðarnefndi tók við stöðunni í fyrra. Þeir hafi aldrei náð saman. McMaster aðhylltist röð og reglu en Trump væri ólíkindatól sem hefði litla þolinmæði með „smáatriðum og blæbrigðum flókinna þjóðaröryggismálefna“.Vill hefja stríð við Íran og Norður-Kóreu Eftirmaður McMaster verður John Bolton. Honum er lýst sem einum róttækasta harðlínumanni í utanríkismálum í Bandaríkjunum. Bolton fór meðal annars með vopnaeftirlitsmál fyrir ríkisstjórn George W. Bush í aðdraganda innrásarinnar í Írak árið 2003. Fullyrti hann afdráttarlaust að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum, þvert á það sem síðar kom í ljós. Í seinni tíð hefur Bolton meðal annars lýst því yfir að Bandaríkin ættu að hefja stríð gegn bæði Íran og Norður-Kóreu. Hann hefur undanfarið verið áberandi álitsgjafi á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Bandaríkjaforseti fylgist með nær daglega.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Trump sagður ætla að reka þjóðaröryggisráðgjafann sinn Donald rump og H. R. McMasters hafa aldrei náð vel saman 16. mars 2018 07:30