Enginn listi til yfir blaðamenn sem vondir eru við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2018 16:28 Kosningastjóri Sigmundar Davíðs vísar því á bug að til sé listi yfir blaðamenn sem taldir eru honum sérlega andsnúnir. visir/ernir „Nei, þú ert því miður ekki á neinum lista hjá mér,“ segir Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins í samtali við blaðamann Vísis.Frá því var greint í fréttum af dómsmáli Viðars Garðarssonar á hendur Framsóknarflokknum vegna ógreiddra reikninga við gerð vefsíðna sem snérust um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans ímynd, að Svanur Guðmundsson hafi verið ráðinn sérstaklega til að vinna ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir væru Sigmundi Davíð hvað erfiðastir. Svanur segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og hann skilur reyndar ekkert hvernig á því stendur að þetta sem hann kallar algera vitleysu, hafi ratað í dómsskjöl. „Það er enginn listi til.“Orðsporsáhættugreining en enginn listiSvanur ræðir þetta nánar á Facebooksíðu sinni, þar sem hann gerir grín að öllu saman, segist þess vegna alveg getað heitið sérfræðingur í geimverum og blaðamönnum. Ef því er að skipta.Svanur hlær að öllu saman og segist enginn sérfræðingur í blaðamönnum.„Ég hef komið að nokkrum verkefnum með Viðari og þá einkum vegna áhuga míns á tölulegri greiningu og notkun á greiningarforritum,“ segir Svanur. Og heldur áfram. „Ég hef þannig stundum unnið við greiningu á umræðum og viðhorfum sem tengjast stjórnmálaumræðunni hverju sinni og reynt þannig að rýna í hvar áhugi kjósenda liggur. Það má segja að þetta sé frekar áhugamál en annað. Engin listi er notaður við þá vinnu, hvorki yfir einstaklinga eða fyrirtæki. Hef ég hins vegar verið að rýna í og læra á það sem mætti kalla orðsporsáhættugreiningu en það er stjórntæki sem er orðið viðurkennt og farið í auknum mæli að nota vegna tilkomu samfélagsmiðla.“Fáránlegt að flokka blaðamenn Svanur segir orðsporsgreiningu vera of flókna til að útskýra hvað í slíku felst, hann þyrfti helst að taka blaðamann á námskeið í því. „En, umræðan er ekkert bara hjá blaðamönnum, heldur almenningi. Hver einasti einstaklingur á samfélagsmiðlum er með sinn fjölmiðil. Ekkert er hægt að halda lista yfir það. Fáránlegt að halda það að það sé verið að flokka blaðamenn í einhverja flokka.Svanur veltir því fyrir sér hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að fá fólk til að starfa fyrir sig í framtíðinni, fyrst svo lítið mál er að koma sér hjá því að greiða reikninga.visir/ernirEinu flokkarnir eru stjórnmálaflokkar þar sem fólk flokkar sig sjálft. Já, og kannski íþróttafélög og hestamannafélög. En, ég hef ekkert meira um þetta að sega.“Orðsporsáhætta FramsóknarflokksinsSvanur bætir því þó við, í tengslum við umrætt dómsmál að honum þykir merkilegt að umræðan skuli snúast um það hvort menn erum með lista eða ekki. „Merkilegra er að formaður Framsóknarflokksins hafi getað vísað í skipulagsreglur og að samkvæmt þeim þurfi þeir ekki að borga þá reikninga sem kallað er eftir. Það þykir mér mjög undarlegt. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að reka kosningabaráttu þegar þetta liggur fyrir. Og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fá fólk til vinnu. En, það er ekki mitt mál.“ Hann segir orðsporsáhættu Framsóknarflokksins vera þannig að vert sé að skoða hana. En, hann ætlar ekki að bjóða sig fram til til þess starfs. Dómsmál Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Nei, þú ert því miður ekki á neinum lista hjá mér,“ segir Svanur Guðmundsson, kosningastjóri Miðflokksins í samtali við blaðamann Vísis.Frá því var greint í fréttum af dómsmáli Viðars Garðarssonar á hendur Framsóknarflokknum vegna ógreiddra reikninga við gerð vefsíðna sem snérust um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hans ímynd, að Svanur Guðmundsson hafi verið ráðinn sérstaklega til að vinna ákveðna greiningarvinnu, hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir væru Sigmundi Davíð hvað erfiðastir. Svanur segir þetta algerlega úr lausu lofti gripið og hann skilur reyndar ekkert hvernig á því stendur að þetta sem hann kallar algera vitleysu, hafi ratað í dómsskjöl. „Það er enginn listi til.“Orðsporsáhættugreining en enginn listiSvanur ræðir þetta nánar á Facebooksíðu sinni, þar sem hann gerir grín að öllu saman, segist þess vegna alveg getað heitið sérfræðingur í geimverum og blaðamönnum. Ef því er að skipta.Svanur hlær að öllu saman og segist enginn sérfræðingur í blaðamönnum.„Ég hef komið að nokkrum verkefnum með Viðari og þá einkum vegna áhuga míns á tölulegri greiningu og notkun á greiningarforritum,“ segir Svanur. Og heldur áfram. „Ég hef þannig stundum unnið við greiningu á umræðum og viðhorfum sem tengjast stjórnmálaumræðunni hverju sinni og reynt þannig að rýna í hvar áhugi kjósenda liggur. Það má segja að þetta sé frekar áhugamál en annað. Engin listi er notaður við þá vinnu, hvorki yfir einstaklinga eða fyrirtæki. Hef ég hins vegar verið að rýna í og læra á það sem mætti kalla orðsporsáhættugreiningu en það er stjórntæki sem er orðið viðurkennt og farið í auknum mæli að nota vegna tilkomu samfélagsmiðla.“Fáránlegt að flokka blaðamenn Svanur segir orðsporsgreiningu vera of flókna til að útskýra hvað í slíku felst, hann þyrfti helst að taka blaðamann á námskeið í því. „En, umræðan er ekkert bara hjá blaðamönnum, heldur almenningi. Hver einasti einstaklingur á samfélagsmiðlum er með sinn fjölmiðil. Ekkert er hægt að halda lista yfir það. Fáránlegt að halda það að það sé verið að flokka blaðamenn í einhverja flokka.Svanur veltir því fyrir sér hvernig Framsóknarflokkurinn ætlar að fá fólk til að starfa fyrir sig í framtíðinni, fyrst svo lítið mál er að koma sér hjá því að greiða reikninga.visir/ernirEinu flokkarnir eru stjórnmálaflokkar þar sem fólk flokkar sig sjálft. Já, og kannski íþróttafélög og hestamannafélög. En, ég hef ekkert meira um þetta að sega.“Orðsporsáhætta FramsóknarflokksinsSvanur bætir því þó við, í tengslum við umrætt dómsmál að honum þykir merkilegt að umræðan skuli snúast um það hvort menn erum með lista eða ekki. „Merkilegra er að formaður Framsóknarflokksins hafi getað vísað í skipulagsreglur og að samkvæmt þeim þurfi þeir ekki að borga þá reikninga sem kallað er eftir. Það þykir mér mjög undarlegt. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að reka kosningabaráttu þegar þetta liggur fyrir. Og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst að fá fólk til vinnu. En, það er ekki mitt mál.“ Hann segir orðsporsáhættu Framsóknarflokksins vera þannig að vert sé að skoða hana. En, hann ætlar ekki að bjóða sig fram til til þess starfs.
Dómsmál Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30