Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:37 Guðrún segir ákæruna ákveðinn áfangasigur. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?