Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 10:27 Macron Frakklandsforseti (t.h.) reynir nú að tala um fyrir Trump Bandaríkjaforseta (t.v.) um kjarnorkusamninginn við Íran. Vísir/AFP Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02