Tekjutap í breyttu umhverfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 07:45 Breytingar á fjölmiðlaumhverfinu þýða töluvert tekjutap fyrir hið opinbera. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun að tekjutap ríkisins vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur og breytinga á fjölmiðlaumhverfi þýði tekjutap sem nemur rúmum hálfum milljarði á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segist horfa til alþjóðlegs umhverfis við vinnu á breytingum vegna starfsskilyrða fjölmiðla. „Ég er að horfa á öll Norðurlöndin og ég er líka að horfa á Breta sem eru með sterkt ríkissjónvarp, BBC. Nálgunin er alþjóðleg og það er alveg ljóst að við hlutfallslega erum að styrkja okkar einkareknu fjölmiðla minna en þau lönd sem við miðum okkur við. Þetta verður stór þáttur í þeirri niðurstöðu sem við komumst að,“ segir Lilja. Nefnd sem Illugi Gunnarsson, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, skipaði um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla skilaði Lilju Alfreðsdóttur, núverandi ráðherra, skýrslu í lok janúar. Þar er meðal annars lagt til að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði, að virðisaukaskattur áskrifta verði 11 prósent, að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar, að einkareknir fjölmiðlar fái endurgreiðslu á hluta kostnaðar vegna textunar og talsetningar á efni, að undanþáguheimildir verði gefnar vegna textunar og talsetningar og að tryggt verði gagnsæi í kaupum hins opinbera á auglýsingum. Dönsk stjórnvöld kynntu um daginn tillögur til að bregðast við rekstrarstöðu fjölmiðla. Lilja segist vera búin að kynna sér þær og að þær hafi verið ræddar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Eftir að fréttir birtust af tillögunum í dönskum fjölmiðlum sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að í Evrópu væru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. „Og ekki bara tímaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu. Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RUV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RUV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi,“ sagði Brynjar á Facebook.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent