Elon Musk vill flýta komu Tesla til Íslands Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 10:30 Fá Íslendingar brátt Tesla-umboð hingað til lands? Vísir/Getty Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018 Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Elon Musk segist vilja flýta komu Tesla-umboðs til Íslands. Þetta kemur fram í svari opinbers Twitter-reiknings Musk við fyrirspurn annars notanda sem berst fyrir því að fá umboðið, sem selur rafbíla, til Íslands. Musk biðst á sama tíma afsökunar á því hve langan tíma hafi tekið fyrir Tesla að koma til Íslands. Fyrirspurnin barst frá notandanum A Tesla In ICEland, sem formaður Rafbílasambands Íslands, Jóhann G. Ólafsson stendur á bakvið. Í upprunalega tístinu segir Jóhann: „Á Íslandi, þar sem 350 þúsund manns búa, seldust fleiri rafbílar en í bæði Danmörku og Finnlandi á síðasta ári. Tesla er starfandi í báðum löndum. Elon Musk, hvað þyrfti til að fá umboðið til Íslands?“Iceland, a nation of 350k people had more EV sales than Denmark and Finland last year. @Tesla is in both those countries but not in Iceland. @elonmusk, what would it take to get a service centre? — A Tesla In ICEland (@ATeslaInICEland) May 5, 2018Vísir greindi frá því í byrjun þessa árs að 415 rafbílar hefðu selst á Íslandi í fyrra. Sala árið á undan var 227 bílar og tvöfaldaðist því næstum salan milli ára. Samkvæmt síðunni CleanTechnica.com, sem sérhæfir sig í fréttum af umhverfisvænum lausnum, seldust 698 rafbílar í Danmörku árið 2017. Það er næstum því 70% meiri sala en á Íslandi. Í samtali við Vísi segir Jóhann að þetta skýrist af því að inni í tölunum sé ekki að finna þá rafbíla sem fluttir eru inn notaðir. Fréttastofan Bloomberg greindi frá því í fyrra að á fyrsta fjórðungi ársins 2017 hefði sala á rafknúnum bílum í Danmörku fallið um rúm 60% miðað við fyrra ár. Var þessi breyting ekki síst tengd við aðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar þar sem hafist var handa við að afnema skattaívilnanir fyrir rafbíla. Fyrirspurn Jóhanns var send kl 17:12 í gær og barst svarið litlum þremur mínútum seinna.Thanks for letting me know. Will expedite. Sorry for the delay. — Elon Musk (@elonmusk) May 5, 2018Jóhann segist ekki hafa búist við því að Musk myndi svara, en Jóhann hafði áður sent erindið til hans. „Að þessu sinni var hann greinilega að skoða twitter þegar ég tísti.“ Musk var síðast í fréttum hér á Vísi í gær, en þá var það fyrir ókurteisi í garð fréttamanna sem vildu spyrja hann spurninga. Musk hefur greinilega verið betur upp lagður þegar fyrirspurn Jóhanns barst. Musk er virkur notandi Twitter og tjáir sig þar um ýmis málefni. Musk lýsti því til að mynda yfir í byrjun þessa árs að sá orðrómur væri alls ósannur að hann væri í laumi að skipuleggja uppvakningaragnarök til að auka eftirspurn eftir vörum sínum. Þann 25. apríl síðastliðinn lýsti Musk því svo yfir að hann væri að byggja vélrænan dreka. Það er því alls óljóst hve mikið sannleiksgildi yfirlýsingar Musk á Twitter hafa.Oh btw I’m building a cyborg dragon — Elon Musk (@elonmusk) April 25, 2018
Bílar Umhverfismál Viðskipti Tengdar fréttir Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45 Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Sala á rafbílum nærri tvöfaldast Sala á rafbílum nærri tvöfaldaðist hér á landi í fyrra og búast sérfræðingar við frekari aukningu á þessu ári. Niðurfelling á vörugjöldum og sköttum hefur skilað sér í aukinni eftirspurn. 4. janúar 2018 18:45
Elon Musk áformar engin uppvakningaragnarök Einn ríkasti maður heims lætur rafbílaveldi sitt og áform um að byggja upp samfélag á Mars ekki duga sér. Í vikunni seldi hann almenningi eldvörpur fyrir milljarð króna. Óvíst er hvort um grín sé að ræða eða hvort einhver ástæða liggi að baki nýjasta ævintýri Elons Musk. 3. febrúar 2018 07:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent