Meta Heimavelli 2 til 26 prósent yfir útboðsgengi Helgi Vífill skrifar 5. maí 2018 08:45 Heimavellir eiga meðal annars íbúðir í Bryggjuhverfinu. fréttablaðið/vilhelm Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, samkvæmt tilboðsbók B. Verðmatsgengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármálahrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboðinu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast samhliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteignafélög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 prósentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteignafélögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leiguíbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlutfallið hafi haldist þrátt fyrir verulegan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunartekjur íbúa. Því virðist að landsmenn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmatinu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftirspurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félagsins og skapa óvissu um rekstrarforsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðsfélög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti markaðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmannaíbúðir, samkvæmt mati Heimavalla. Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Capacent verðmetur gengi leigufélagsins Heimavalla, sem stefnir að skráningu á hlutabréfamarkað, á 1,74 krónur á hlut. Útboðsgengið er 1,38-1,71, samkvæmt tilboðsbók B. Verðmatsgengið er því allt frá 26 prósentum yfir útboðsgengi í 2 prósent yfir útboðsgengi, allt eftir hvernig rætist úr hlutafjárútboðinu sem fram fer á mánudag og þriðjudag. Þetta kemur fram í verðmati sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Heimavellir eru fyrsta félagið sem skráð er á Aðallistann eftir fjármálahrun sem hyggst afla fjármagns með skráningu á hlutabréfamarkað. Leigufélagið mun afla um 1-1,3 milljarða króna í hlutafjárútboðinu, miðað við téð útboðsgengi, og hyggst nýta fjármunina til að greiða niður skuldir sem hafa safnast samhliða örum vexti. Um er að ræða fyrsta íbúðaleigufélagið á markað en fyrir á fleti eru þrjú fasteignafélög sem leigja atvinnuhúsnæði. Heildarvirði Heimavalla, það er samanlagt virði skulda og virði hlutafjár samkvæmt verðmatinu, miðað við hagnað fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, er 26 prósentum undir meðaltali skráðra norrænna fasteignafélaga. Að sama skapi er hlutfallið 26 prósentum hærra en hjá íslensku fasteignafélögunum. „Þessi niðurstaða er ekki óeðlileg að mati Capacent þar sem Heimavellir eiga eftir að sanna sig á markaði og endurfjármögnun skulda félagsins verður verðugt verkefni næstu misserin,“ segir í verðmatinu. Fram kemur í verðmati Capacent að frá árinu 2009 hafi hlutfall leiguíbúða af markaðnum aukist úr 14 prósentum í 22 prósent. Hlutfallið hafi haldist þrátt fyrir verulegan hagvöxt, bætta eiginfjárstöðu heimila og auknar ráðstöfunartekjur íbúa. Því virðist að landsmenn líti í auknum mæli til þess möguleika að leigja í stað þess að eiga. „Íslendingar eru þekktir fyrir annað en að bregðast ekki við þegar vindáttin breytist,“ segir í verðmatinu. Ef verulegar breytingar verði á markaðsaðstæðum og landsmenn kjósi að eiga frekar en að leigja eigi Heimavellir kost á að selja einstakar eignir úr safninu eftir því sem eftirspurn dvínar. Það myndi hins vegar draga úr hagkvæmni í rekstri félagsins og skapa óvissu um rekstrarforsendur. Capacent bendir á þá áhættu sem kann að skapast ef verkalýðsfélög og sveitarfélög auka framboð á leiguíbúðum. Það gæti haft áhrif á þann hluta markaðarins sem er með lægri tekjur. Sá hluti markaðarins er um 30 prósent, það er félagslegar íbúðir og námsmannaíbúðir, samkvæmt mati Heimavalla.
Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira