Þúsund hagfræðingar vara Trump við að endurtaka fyrri mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. maí 2018 07:00 Kreppan mikla er almennt talin hafa hafist 29. október árið 1929. Vísir/Getty Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 Nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump þar sem einangrunarstefna hans og herskár talsmáti um alþjóðaviðskipti eru gagnrýnd. Óttast hagfræðingarnir að bandarísk stjórnvöld séu í þann mund að endurtaka mistök sín í aðdraganda Kreppunnar miklu, sem lék hagkerfi heimsins grátt á fjórða áratug síðustu aldar. Viðvörunin var send út í gær en Bandríkjaforseti hefur ýjað að því á síðustu misserum að viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sé í vændum. Trump hefur þegar hækkað tolla á innflutt stál og ál en ákvað að fresta gildistökunni fyrir vörur frá Evrópusambandinu, Ástralíu og nokkrum öðrum ríkjum. Þá hefur Trump einnig hótað því að draga Bandaríkin út úr fríverslunarsamningi Norður-Ameríku, Nafta, sem hann segir vera að grafa undan bandarískri framleiðslu. Í viðvöruninni, sem rakin er á vef Guardian, minna hagfræðingarnir á hvernig þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hlustuðu ekki á viðvaranir hagfræðinga í aðdraganda Kreppunnar miklu. Þeir hafi hvatt Bandaríkjastjórn til að losa sig við einangrunarstefnuna og reyna að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum.Sjá einnig: Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna „Í dag standa Bandaríkjamenn frammi fyrir nýjum verndartilraunum, þeirra á meðal hótunum um að hætta í alþjóðlegum viðskiptasamningum, óúthugsuðum óskum um frekari tolla vegna viðskiptahalla og innleiðingu tolla á innflutta þvottavélar, sólarrafhlöðuíhluti og jafnvel stál og ál sem notað er í bandarískum verksmiðjum,“ skrifa hagfræðingarnir. Bandaríska þingið hafi ekki hlustað á viðvarnir hagfræðinga þá og hafi bandaríska þjóðin fengið að súpa seyðið af því. „Undirritaðir hagfræðingar hvetja þig [Donald Trump] til að gera ekki sömu mistök. Margt hefur breyst frá árinu 1930 - til að mynda er alþjóðleg verslun orðin miklu mikilvægari efnahag okkar en hún var þá - en grundvallarhagfræðilögmálin eru hins vegar enn óbreytt.“ Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Nóbelsverðlaunahafarnir Richard Thaler, Oliver Hart, Roger Myerson og James Heckman ásamt Jason Furman, sem var aðalefnhagsráðgjafi bandaríkjaforsetans Baracks Obama og James Miller, ráðgjafi Ronalds Reagan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Bandaríkin munu tilkynna um frekari verndartolla síðar í vikunni. 3. apríl 2018 20:00 Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Rúmlega eitt þúsund hagfræðingar, þar á meðal 14 Nóbelsverðlaunahafar, hafa sett nafn sitt við viðvörun til Bandaríkjaforsetans Donald Trump þar sem einangrunarstefna hans og herskár talsmáti um alþjóðaviðskipti eru gagnrýnd. Óttast hagfræðingarnir að bandarísk stjórnvöld séu í þann mund að endurtaka mistök sín í aðdraganda Kreppunnar miklu, sem lék hagkerfi heimsins grátt á fjórða áratug síðustu aldar. Viðvörunin var send út í gær en Bandríkjaforseti hefur ýjað að því á síðustu misserum að viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins sé í vændum. Trump hefur þegar hækkað tolla á innflutt stál og ál en ákvað að fresta gildistökunni fyrir vörur frá Evrópusambandinu, Ástralíu og nokkrum öðrum ríkjum. Þá hefur Trump einnig hótað því að draga Bandaríkin út úr fríverslunarsamningi Norður-Ameríku, Nafta, sem hann segir vera að grafa undan bandarískri framleiðslu. Í viðvöruninni, sem rakin er á vef Guardian, minna hagfræðingarnir á hvernig þáverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hlustuðu ekki á viðvaranir hagfræðinga í aðdraganda Kreppunnar miklu. Þeir hafi hvatt Bandaríkjastjórn til að losa sig við einangrunarstefnuna og reyna að liðka fyrir alþjóðlegum viðskiptum.Sjá einnig: Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna „Í dag standa Bandaríkjamenn frammi fyrir nýjum verndartilraunum, þeirra á meðal hótunum um að hætta í alþjóðlegum viðskiptasamningum, óúthugsuðum óskum um frekari tolla vegna viðskiptahalla og innleiðingu tolla á innflutta þvottavélar, sólarrafhlöðuíhluti og jafnvel stál og ál sem notað er í bandarískum verksmiðjum,“ skrifa hagfræðingarnir. Bandaríska þingið hafi ekki hlustað á viðvarnir hagfræðinga þá og hafi bandaríska þjóðin fengið að súpa seyðið af því. „Undirritaðir hagfræðingar hvetja þig [Donald Trump] til að gera ekki sömu mistök. Margt hefur breyst frá árinu 1930 - til að mynda er alþjóðleg verslun orðin miklu mikilvægari efnahag okkar en hún var þá - en grundvallarhagfræðilögmálin eru hins vegar enn óbreytt.“ Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Nóbelsverðlaunahafarnir Richard Thaler, Oliver Hart, Roger Myerson og James Heckman ásamt Jason Furman, sem var aðalefnhagsráðgjafi bandaríkjaforsetans Baracks Obama og James Miller, ráðgjafi Ronalds Reagan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Bandaríkin munu tilkynna um frekari verndartolla síðar í vikunni. 3. apríl 2018 20:00 Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Boltinn á vallarhelmingi Bandaríkjanna Bandaríkin munu tilkynna um frekari verndartolla síðar í vikunni. 3. apríl 2018 20:00
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Innan Evrópusambandsins er rætt um að leggja toll á bandarískar vörur sem koma frá heimaríkjum leiðtoga Repúblikanaflokksins. 8. mars 2018 14:44
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent