Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. maí 2018 06:00 Hótel Borg er eitt af níu hótelum sem Keahótel reka. Vísir/GVA Samkomulag hefur náðst um að Keahótel leigi rekstur Sandhótels í Reykjavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hótelið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur í gegnum Fasta, eignarhaldsfélag þeirra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Keahótelkeðjan um nokkurra mánaða skeið haft augastað á rekstri Sandhótels, enda falli rekstur þess vel að öðrum hótelum keðjunnar. Fyrir rekur hótelkeðjan níu hótel. Þar af eru sex í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn. Páll Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, segir rekstrarskilyrði hótela vera allt öðruvísi í dag en þau voru fyrir ári. „Þau eru svolítið óvenjuleg og allt öðruvísi en þau voru á sama tíma fyrir ári og síðustu ár,“ segir Páll og bætir við að sérstaklega eigi þetta við um rekstur hótela á landsbyggðinni. „Við erum að horfa upp á eitt lakasta vor síðustu fimm ára eða svo,“ segir hann. Það vanti fleiri hópa sem ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið að koma með um landið.Sandhótel eru í sama húsnæði og Sandholt bakarí og Verslun Guðsteins, sem bæði hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár.vísir/eyþórTalsverður áhugi virðist vera um þessar mundir á samstarfi eða sameiningu hótela.Í apríl var gengið frá kaupum Icelandair hótela á Hótel Öldu við Laugaveg. Hótel Alda verður rekið áfram undir sama nafni. Í fréttatilkynningu um kaupin var haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, að með kaupunum nái félagið frekari hagkvæmni í rekstri. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðjan á Íslandi, en velta félagsins var rúmlega 3,1 milljarður króna í fyrra. Stærst á hótelmarkaðnum eru hins vegar Flugleiðahótel, sem reka Icelandair hótel, Hótel Eddu og Hilton Reykjavík Nordica. Velta félagsins var um 10 milljarðar árið 2016. Íslandshótel eru næststærsta keðjan og var velta félagsins 9,9 milljarðar árið 2011 og um 11,2 milljarðar í fyrra. Í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að framlegð hagnaðar stórra fyrirtækja sé rúmlega tvisvar sinnum hærri en þeirra sem lítil eru. „Bendir það til þess að fjármögnunar- og annar kostnaður sé hærri sem hlutfall af rekstrartekjum hjá litlum fyrirtækjum en hjá þeim sem stærri eru,“ segir í skýrslunni. Þar kemur líka fram að arðsemi eigna og eiginfjár er einnig mest hjá stórum félögum og minnkar svo eftir því sem fyrirtækið er minna. Enn eru mörg hótel starfandi sem rekin eru sjálfstætt og velta miklu lægri upphæðum en stærstu keðjurnar. Sem dæmi mætti nefna Hótel Klett, sem var með innan við 700 milljónir í tekjur árið 2016, Hótel Óðinsvé, 101 hótel og Hótel Holt. Áfram verða því tækifæri til samvinnu eða sameininga á hótelmarkaðnum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Tengdar fréttir Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg Eftir kaupin eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. 16. apríl 2018 13:11 Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. 8. febrúar 2018 17:54 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um að Keahótel leigi rekstur Sandhótels í Reykjavík frá og með 1. ágúst næstkomandi. Hótelið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur í gegnum Fasta, eignarhaldsfélag þeirra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Keahótelkeðjan um nokkurra mánaða skeið haft augastað á rekstri Sandhótels, enda falli rekstur þess vel að öðrum hótelum keðjunnar. Fyrir rekur hótelkeðjan níu hótel. Þar af eru sex í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn. Páll Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, segir rekstrarskilyrði hótela vera allt öðruvísi í dag en þau voru fyrir ári. „Þau eru svolítið óvenjuleg og allt öðruvísi en þau voru á sama tíma fyrir ári og síðustu ár,“ segir Páll og bætir við að sérstaklega eigi þetta við um rekstur hótela á landsbyggðinni. „Við erum að horfa upp á eitt lakasta vor síðustu fimm ára eða svo,“ segir hann. Það vanti fleiri hópa sem ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið að koma með um landið.Sandhótel eru í sama húsnæði og Sandholt bakarí og Verslun Guðsteins, sem bæði hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár.vísir/eyþórTalsverður áhugi virðist vera um þessar mundir á samstarfi eða sameiningu hótela.Í apríl var gengið frá kaupum Icelandair hótela á Hótel Öldu við Laugaveg. Hótel Alda verður rekið áfram undir sama nafni. Í fréttatilkynningu um kaupin var haft eftir Magneu Þ. Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Icelandair hótela, að með kaupunum nái félagið frekari hagkvæmni í rekstri. Keahótel eru þriðja stærsta hótelkeðjan á Íslandi, en velta félagsins var rúmlega 3,1 milljarður króna í fyrra. Stærst á hótelmarkaðnum eru hins vegar Flugleiðahótel, sem reka Icelandair hótel, Hótel Eddu og Hilton Reykjavík Nordica. Velta félagsins var um 10 milljarðar árið 2016. Íslandshótel eru næststærsta keðjan og var velta félagsins 9,9 milljarðar árið 2011 og um 11,2 milljarðar í fyrra. Í skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að framlegð hagnaðar stórra fyrirtækja sé rúmlega tvisvar sinnum hærri en þeirra sem lítil eru. „Bendir það til þess að fjármögnunar- og annar kostnaður sé hærri sem hlutfall af rekstrartekjum hjá litlum fyrirtækjum en hjá þeim sem stærri eru,“ segir í skýrslunni. Þar kemur líka fram að arðsemi eigna og eiginfjár er einnig mest hjá stórum félögum og minnkar svo eftir því sem fyrirtækið er minna. Enn eru mörg hótel starfandi sem rekin eru sjálfstætt og velta miklu lægri upphæðum en stærstu keðjurnar. Sem dæmi mætti nefna Hótel Klett, sem var með innan við 700 milljónir í tekjur árið 2016, Hótel Óðinsvé, 101 hótel og Hótel Holt. Áfram verða því tækifæri til samvinnu eða sameininga á hótelmarkaðnum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Tengdar fréttir Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg Eftir kaupin eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. 16. apríl 2018 13:11 Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. 8. febrúar 2018 17:54 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Icelandair hótel kaupa Hótel Öldu við Laugaveg Eftir kaupin eru hótelin í rekstri Icelandair hótela þrettán talsins. 16. apríl 2018 13:11
Tekist á um hvort krónan þjónar almenningi eða auðmönnum Þingmaður Samfylkingarinnar segir íslensku krónuna leika íslensk fyrirtæki grátt og hafa meira að segja um stöðu þeirra en launakostnað. 8. febrúar 2018 17:54
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45