Fullyrðir að Trump hafi verið sagt að hann verði ekki ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2018 10:45 Giuliani segir einnig að lögmenn Trump hvetji hann ekki til að veita Mueller viðtal í tengslum við Rússarannsóknina. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi sagt lögmönnum forsetans að hann telji sig ekki geta ákært hann samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, segir við Washington Post að Mueller hafi sjálfur sagt þetta á fundi fyrir nokkrum vikum. Sérstaki rannsakandinn væri sammála áliti sem dómsmálaráðuneytið samdi þegar sérstakir saksóknarar rannsökuðu Richard Nixon og Bill Clinton. Samkvæmt því er ekki hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæpi. Þess í stað telur ráðuneytið að rétta leiðin til að láta forseta axla ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni sé að láta þingið sjá um að ákveða hvort það vilji ákæra hann. Washington Post segir að samkvæmt lögum um sérstaka saksóknara þurfi Mueller að skila niðurstöðum sínum í trúnaðarskýrslu til aðstoðardómsmálaráðherrans. Það sé ráðherrans að ákveða hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. Rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá hefur nú staðið yfir í eitt ár. Eins og varðandi nær allar fyrirspurnir fjölmiðla neitaði talsmaður Mueller að tjá sig um frétt blaðsins um líkurnar á því að Trump verði ákærður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta heldur því fram að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hafi sagt lögmönnum forsetans að hann telji sig ekki geta ákært hann samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins. Rudy Guiliani, lögmaður Trump, segir við Washington Post að Mueller hafi sjálfur sagt þetta á fundi fyrir nokkrum vikum. Sérstaki rannsakandinn væri sammála áliti sem dómsmálaráðuneytið samdi þegar sérstakir saksóknarar rannsökuðu Richard Nixon og Bill Clinton. Samkvæmt því er ekki hægt að ákæra sitjandi forseta fyrir glæpi. Þess í stað telur ráðuneytið að rétta leiðin til að láta forseta axla ábyrgð samkvæmt stjórnarskránni sé að láta þingið sjá um að ákveða hvort það vilji ákæra hann. Washington Post segir að samkvæmt lögum um sérstaka saksóknara þurfi Mueller að skila niðurstöðum sínum í trúnaðarskýrslu til aðstoðardómsmálaráðherrans. Það sé ráðherrans að ákveða hvort niðurstöðurnar verði birtar opinberlega. Rannsókn Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá hefur nú staðið yfir í eitt ár. Eins og varðandi nær allar fyrirspurnir fjölmiðla neitaði talsmaður Mueller að tjá sig um frétt blaðsins um líkurnar á því að Trump verði ákærður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Mueller sagður hafa hótað Trump með stefnu Eftir spennufund saksóknara Mueller og lögmanna Trump er einn lögmannanna sagður hafa skrifað upp lista um 49 spurningar. Þeim hefur verið lekið í fjölmiðla. 2. maí 2018 07:40
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00