Lögmaður Trump fékk greitt fyrir að koma á fundi í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2018 10:11 Porosjenkó og Trump hittust í Hvíta húsinu 20. júní í fyrra. Úkraínsk stjórnvöld greiddu lögmanni Trump hundruð þúsunda dollara fyrir að koma fundinum í kring. Vísir/AFP Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Úkraínsk stjórnvöld greiddu Michael Cohen, persónulegum lögmanni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hundruð þúsunda dollara til að koma á fundi á milli forseta Úkraínu og Trump í fyrra. Þarlend yfirvöld hafa síðan svæft rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá leynilegu greiðslunum og hefur eftir heimildarmönnum sínum í Kænugarði. Ríkisstjórn Petros Porosjenkó forseta hafi greitt Cohen að minnsta kosti 400.000 dollara. Cohen var ekki skráður málsvari úkraínskra stjórnvalda og hann neitar ásökunum. Porosjenkó er sagður hafa sóst eftir fundi með Trump af örvæntingu. Hann hafi óttast reiði Trump vegna þess að upplýsingum sem tengdu Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra, við fyrrverandi ríkisstjórn Úkraínu var lekið þaðan nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Manafort hætti sem kosningastjóri vegna fréttanna í ágúst það ár. Honum hafði hins vegar orðið lítið ágengt og ákvað Porosjenkó því að koma á baktjaldasamskiptum við innsta hring Trump. Það er sagt hafa leitt fulltrúa hans að Cohen. Ekkert liggur fyrir um að Trump hafi sjálfur vitað af greiðslunni til lögmannsins. Skömmu eftir að Porosjenkó snéri aftur heim frá Washington-borg lét stofnun sem rannsakar spillingu í Úkraínu rannsókn sína á Manafort falla niður. Manafort er ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjölda brota, þar á meðal peningaþvætti, fjársvik og að skrá sig ekki sem málafylgjumann erlends ríkis.Þáði milljónir frá fyrirtækjum og bað Katar um greiðslu Cohen er nú til alríkisrannsóknar vegna ýmissa viðskiptagjörninga sinna. Húsleit var gerð á skrifstofu hans, íbúð og hótelherbergi í apríl. Hann hefur verið sakaður um fjársvik. Í ljós hefur komið að eftir að Trump var kjörin hafi Cohen tekið við milljónum dollara frá stórum fyrirtækjum sem leituðu sér ráðgjafar um ríkisstjórn Trump. Einnig hefur komið fram að Cohen hafi reynt að auðgast á tengslum sínum við Bandaríkjaforseta. Þannig er hann sagður hafa beðið stjórnvöld í Katar um eina milljón dollara síðla árs 2016 í skiptum fyrir ráð um nýja ríkisstjórn Trump. Katarar eru hins vegar sagðir hafa hafnað því boði. Viðskiptafélagi Cohen er sagður hafa náð samkomulagi við saksóknara um að hann vinni með þeim í málinu gegn Cohen. New York Times leiðir líkur að því að það gæti aukið þrýstinginn á Cohen um að hann vinni með sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð forsetaframboðs Trump við Rússa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Sjá meira
Fjarskiptarisi greiddi lögmanni Trump fyrir ráðgjöf um samruna Aðeins þremur dögum eftir að Trump sór embættiseið hafði stærsta fjarskiptafyrirtæki heims samband við persónulegan lögmann hans og réði til ráðgjafarstarfa. 10. maí 2018 23:02
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59