Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2018 15:53 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís. advania Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir, en tæknin, sem á íslensku gæti útlagst sem bálkakeðja, er tæknin sem Bitcoin-rafmyntin byggir á. Í tilkynningu frá Advania segir að einn helsti kostur þessarar tækni sé að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Hún henti því vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðlög vörunnar skipta miklu máli, til dæmis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. „Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts á vefsíðunni matarlandslagid.is sem geymir ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi,“ segir í tilkynningu Advania. Fyrirtækið útvegar kerfi sem byggir á blockchain-tækni og verður notað til þess að skrá á öruggan hátt upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís. „Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ er haft Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania í tilkynningunni. „Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk uppá samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið verulega samtal milli bænda og neytenda og minnka líkur á matvælaglæpum. Verkefni af þessu tagi virðist stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í tilkynningu. Neytendur Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir, en tæknin, sem á íslensku gæti útlagst sem bálkakeðja, er tæknin sem Bitcoin-rafmyntin byggir á. Í tilkynningu frá Advania segir að einn helsti kostur þessarar tækni sé að sýna nánast óvéfenglegan rekjanleika. Hún henti því vel í viðskiptum þar sem uppruni og ferðlög vörunnar skipta miklu máli, til dæmis í viðskiptum með landbúnaðarafurðir. „Neytendur vilja vera upplýstir um uppruna matvæla og hafa lengi kallað eftir því að geta átt milliliðalaus viðskipti með landbúnaðarafurðir við bændur. Advania og Matís hyggjast því skapa nýjan vettvang sem byggir á blockchain-tækni og verður aðgengilegur almenningi í haust. Þá gefst fólki kostur á að fá yfirlit yfir framleiðslu lambakjöts á vefsíðunni matarlandslagid.is sem geymir ítarlegar upplýsingar um sérstöðu bænda og ræktun þeirra. Einnig verður horft til þess að nýta lausnina á nýjum matarmarkaði á Hofsósi,“ segir í tilkynningu Advania. Fyrirtækið útvegar kerfi sem byggir á blockchain-tækni og verður notað til þess að skrá á öruggan hátt upplýsingar um bændaafurðir úr gagnagrunni Matís. „Það er spennandi að nýta framúrstefnulega tækni til að stuðla að nýjum viðskiptaháttum í matvælaframleiðslu og auka valkosti bænda og neytenda. Sérfræðingar Advania ætla að smíða sína fyrstu lausn með blockchain fyrir þetta skemmtilega verkefni og við ætlum okkur að verða leiðandi afl í notkun á þessari tækni á Íslandi,“ er haft Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania í tilkynningunni. „Það er svo sannarlega ástæða til að leggja áherslu á nýköpun í framleiðslu lambakjöts. Það var því augljós kostur þegar Advania stakk uppá samvinnu á sviði blockchain, enda teljum við tæknina geta aukið verulega samtal milli bænda og neytenda og minnka líkur á matvælaglæpum. Verkefni af þessu tagi virðist stökkpallur fyrir íslenska matvælaframleiðendur,“ segir Sveinn Margeirsson forstjóri Matís í tilkynningu.
Neytendur Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira