Eftirlitinu hafa borist kvartanir Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2018 06:00 Unnið er að stækkun og breytingum á plani umdeildrar rútumiðstöðvar í Skógarhlíð. Fréttablaðið/Anton Brink „Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er,“ segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í bréfi þar sem óskað er eftir að skipulagsfulltrúinn í Reykjavík upplýsi hvort skipulag heimili samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10. Fram kemur í bréfinu að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist kvartanir vegna mengunar og ónæðis vegna rútuumferðar við Skógarhlíð 10, sérstaklega á nóttunni. „Kvartanir eru staðfestar þar sem að við eftirgrennslan kom í ljós að rútur stoppa fyrir framan fyrirtækið Bus Hostel, Skógarhlíð 10, þar sem eru skipulagðar áætlunarferðir allan sólarhringinn,“ segir heilbrigðiseftirlitið. Komið hafi á daginn að bæði rútufyrirtæki og önnur ferðaþjónustufyrirtæki séu með skipulagðar ferðir til og frá Skógarhlíð 10.Sjá einnig: Á háa c-i yfir rútum í bakgarði „Staðurinn er auglýstur sem samgöngumiðstöð (main terminal) á vefsíðunni airportdirect.is. Enn fremur kom í ljós í samtali við einn af rekstraraðilum í húsinu að þjónustan er ætluð fleiri en gestum Bus Hostel. Heilbrigðiseftirlitið metur því að um samgöngumiðstöð sé að ræða þar sem almenningur nýtur þjónustu í tengslum við fólksflutninga sem auglýst er á netinu,“ segir heilbrigðiseftirlitið. Bréfið var tekið fyrir á fundi hjá skipulagsstjóra á föstudaginn og var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá embættinu. Þar er málið enn til skoðunar. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
„Vegna fjölda kvartana um ónæði vegna starfseminnar er óskað svars svo fljótt sem kostur er,“ segir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í bréfi þar sem óskað er eftir að skipulagsfulltrúinn í Reykjavík upplýsi hvort skipulag heimili samgöngumiðstöð í Skógarhlíð 10. Fram kemur í bréfinu að heilbrigðiseftirlitinu hafi borist kvartanir vegna mengunar og ónæðis vegna rútuumferðar við Skógarhlíð 10, sérstaklega á nóttunni. „Kvartanir eru staðfestar þar sem að við eftirgrennslan kom í ljós að rútur stoppa fyrir framan fyrirtækið Bus Hostel, Skógarhlíð 10, þar sem eru skipulagðar áætlunarferðir allan sólarhringinn,“ segir heilbrigðiseftirlitið. Komið hafi á daginn að bæði rútufyrirtæki og önnur ferðaþjónustufyrirtæki séu með skipulagðar ferðir til og frá Skógarhlíð 10.Sjá einnig: Á háa c-i yfir rútum í bakgarði „Staðurinn er auglýstur sem samgöngumiðstöð (main terminal) á vefsíðunni airportdirect.is. Enn fremur kom í ljós í samtali við einn af rekstraraðilum í húsinu að þjónustan er ætluð fleiri en gestum Bus Hostel. Heilbrigðiseftirlitið metur því að um samgöngumiðstöð sé að ræða þar sem almenningur nýtur þjónustu í tengslum við fólksflutninga sem auglýst er á netinu,“ segir heilbrigðiseftirlitið. Bréfið var tekið fyrir á fundi hjá skipulagsstjóra á föstudaginn og var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá embættinu. Þar er málið enn til skoðunar.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Á háa c-i yfir rútum í bakgarði Íbúar í Eskihlíð eru ósáttir við nýja rútumiðstöð í nágrenninu. Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af umferð. Ekki hafi verið svarað hvort leyfi þurfi. Framkvæmdastjóri Airport Direct telur svo ekki vera en er óviss. 12. júní 2018 07:00