Ekkert sem benti til þess að verslanir Víðis væru á leið í gjaldþrot: Starfsmenn hafa fengið litlar sem engar upplýsingar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. júní 2018 20:00 Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna er viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrir helgi. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn vinna hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan hefur rætt við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í dag sem furða sig á framkomu eigenda og þá hefur stéttarfélag starfsmannanna ekki fengið neinar upplýsingar frá eigendum. Lögfræðingar VR segir ekkert hafa bent til þess að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot. „Það voru engin merki um það,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR.Hver er staðan? Hafið þið náð sambandi við eigendur verslunarinnar? „Nei, það hefur ekki náðst enn þá. Við höfum bara fengið fregnir af því að starfsmönnum hafi verið tilkynnt að verslununum hefði verið lokað til frambúðar og við þurfum bara að vinna úr þeirri stöðu eins og hún er núna,“ segir Guðmundur. Neytendur Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Starfsfólk hefur fengið litlar sem engar upplýsingar og vörur liggja undir skemmdum í verslunum Víðis sem var lokað fyrirvaralaust í síðustu viku. Lögfræðingur VR segir ekkert hafa bent til þess að verslunarreksturinn væri á leiðinni í þrot. Verslanir Víðis eru í eigu Eiríks Sigurðarsonar, kaupmanns og eiginkonu hans Helgu Gísladóttur en fyrsta verslunin var opnuð árið 2011 en þar til á fimmtudag voru fimm verslanir í rekstri. Öllum verslununum var skellt í lás á fimmtudagskvöld eftir fund eigenda með millistjórnendum, en þeim var tjáð að lokunin væri tímabundin. Almennir starfsmenn fengu hins vegar ekkert að vita fyrr en í gær þegar þeim barst tölvupóstur barst frá fyrirtækinu um að það væri á leið í gjaldþrot. Í gluggum verslananna er viðskiptavinum sagt að „Lokað sé vegna breytinga.“ Mbl.is greindi fyrst frá málinu fyrir helgi. Rekstur Víðis hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum vegna aukinnar samkeppni á matvörumarkaði. Á árinu 2015 skilaði verslunin 13 milljón króna tapi en eigendur náðu að snúa tapi yfir í 49 milljóna króna hagnað á árinu 2016. Í október í fyrra var tilkynnt að eigendurnir hygðust selja verslunarreksturinn en ekkert hefur orðið af því. Um áttatíu starfsmenn vinna hjá Víði í misháu starfshlutfalli. Fréttastofan hefur rætt við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í dag sem furða sig á framkomu eigenda og þá hefur stéttarfélag starfsmannanna ekki fengið neinar upplýsingar frá eigendum. Lögfræðingar VR segir ekkert hafa bent til þess að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot. „Það voru engin merki um það,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR.Hver er staðan? Hafið þið náð sambandi við eigendur verslunarinnar? „Nei, það hefur ekki náðst enn þá. Við höfum bara fengið fregnir af því að starfsmönnum hafi verið tilkynnt að verslununum hefði verið lokað til frambúðar og við þurfum bara að vinna úr þeirri stöðu eins og hún er núna,“ segir Guðmundur.
Neytendur Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira