Oliver Luckett snýr sér að sölu á rekjanlegum fiski frá Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júní 2018 10:32 Oliver Luckett ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Vísir/Valli Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu. Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Bandaríski samfélagsmiðlafrömuðurinn Oliver Luckett hefur snúið sér að sölu á rekjanlegum fiski. Greint er frá þessu á Facebook-síðu Niceland Seafood en þar kemur fram að Luckett, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað miðilinn theAudience, hafi komið að stofnun Niceland Seafood ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur. Saman stofnuðu Luckett og Heiða fyrirtækið Efni árið 2015. Luckett segir í tilkynningu að eftir að hann seldi theAudience og skrifaði bókina The Social Organism hafi þurft frí frá hringiðu fræga fólksins og tæknigeiranum. Hann leitaði leiða til að ná kröftum til að halda sér skapandi.Frosti Gnarr, Þorsteinn Gestsson, Oliver Luckett, Júlíus Fjeldsted og Heiða Kristín Helgadóttir.AðsendHann segist hafa ákveðið að flytja til Íslands eftir að hafa heillast að landi og þjóð. „Þetta er friðsælasta land í heimi. Þau hafa ekki einu sinni her,“ segir Luckett. Hann segist hafa ákveðið að stofna nokkur fyrirtæki eftir nokkurra mánaða íhugun. Luckett segir Íslendinga vera í forystu á heimsvísu þegar kemur að sjálfbærum fiskveiðum og nefnir þar aflamarkskerfið sem hann segir koma í veg fyrir ofveiði og haldi sjávarlífríkinu við Íslandsstrendur í jafnvægi. Þá segir hann tæknivæddar fiskvinnslur víða um landið tryggja að 98 prósent aflans séu nýtt.Hann segir þó leiðina frá norður Atlantshafinu til bandarískra neytenda vera langa og þess vegna hafi Niceland Seafood ákveðið að hanna rekjanleikakerfi sem fyrirtækið kýs að kalla „TraceabiliT“ þar sem neytendur geta rakið uppruna fisksins sem þeir neyta. Niceland Seafood verður hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum á matarráðstefnunni Aspen Food & Wine Classic í mánuðinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að fjárfestingafélagið Eyrir Invest sé einn af bakhjörlum þess en Eyrir Invest er einn af stærstu hluthöfunum í Marel. Niceland Seafood verður með höfuðstöðvar í Denver í Bandaríkjunum í nálægð við samstarfsaðila sinn, fyrirtækið Seattle Fish Company en forstjóri þess fyrirtækis, Derek Figueroa segist afar spenntur fyrir samstarfinu.
Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira