Efnhagsráðgjafi Trump fékk hjartaáfall Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2018 05:46 Larry Kudlow hefur staðið í ströngu að undanförnu. Vísir/Getty Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum, Larry Kudlow, er sagður hafa fengið „vægt hjartaáfall“ á dögunum. Að sögn talsmanns Hvíta hússins er ekki gert ráð fyrir öðru en að Kudlow nái sér að fullu og mæti aftur til vinnu að endurhæfingunni lokinni.Donald Trump greindi fyrst frá heilsufari Kudlow á Twitter, skömmu fyrir fund sinn með einræðisherra Norður-Kóreu. Kudlow hefur haft í nógu að snúast síðustu vikur. Hann var til að mynda hægri hönd Trump á fundi G7-ríkjanna sem fram fór í Kanada á dögunum. Fundinum lauk með ósætti Bandaríkjanna og hinna ríkjanna sex og hótunum um umfangsmikið tollastríð. „Larry er þessa stundina við hestaheilsu á hersjúkrahúsinu Walter Reed og læknarnir segja okkur að hann muni nái sér að fullu innan skamms,“ er haft eftir Söruh Huckabee Sanders, talsmanni Hvíta hússins, á vef breska ríkisútvarpsins. Kudlow gekk til liðs við Hvíta húsið fyrr á þessu ári og segja greinendur að stefna hans og forsetans í efnahagsmálum sé sambærileg. Ef eitthvað er þá sé Kudlow harðari í afstöðu sinni en forsetinn. Eftir G7-fundinn steig Kuldow fram og varði tollana sem Bandaríkjastjórn hefur boðað með kjafti og klóm. Það ætti ekki að kenna yfirmanni hans um spennuna sem nú sé ríkjandi milli G7-þjóðanna. Þá bætti hann um betur og sagði að sendinefnd Bandaríkjanna hafði farið á fundinn í góðri trú en að forsætisráðherra Kanada hafi „stungið hana í bakið.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37 Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45 Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Ráðgjafi Trump segir Trudeau hafa stungið forsetann í bakið Annar ráðgjafi forsetans segir „sérstakan stað í helvíti“ fyrir forsætisráðherra Kanada. 10. júní 2018 14:37
Evrópa og Kanada verða að taka af skarið um stefnu heimsins Stjórnmálafræðingur og fyrrverandi ráðherra leggja mat á stöðu vestrænnar samvinnu eftir spennuþrunginn G7-fund um helgina. 11. júní 2018 13:45
Spennuþrunginn G-7 leiðtogafundur í Quebec Litlir kærleikar voru með sex leiðtogum sjö helstu iðnríkja heims og forseta Bandaríkjanna í upphafi fundar þeirra í Quebec í Kanada í dag. 8. júní 2018 19:30