Ekki fallist áframhaldandi á farbann yfir manni sem er eftirlýstur í Póllandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júlí 2018 23:00 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/hanna Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að pólskur maður sem eftirlýstur er í Póllandi fyrir brot sem geta varðað allt að 12 ára fangelsi skuli ekki sæta áfram farbanni. Pólsk yfirvöld hafa farið fram á það að maðurinn verði framseldur og er það mál nú í ferli hjá íslenskum yfirvöldum en líklegt er að málið fá meðferð hjá dómstólum þar sem maðurinn hefur andmælt framsalsbeiðninni. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur er á vef Landsréttar, kemur fram að maðurinn hafi seinast verið úrskurðaður í farbann þann 15. janúar síðastliðinn. Gilti það farbann til 29. júní og krafðist ríkissaksóknari þess nú að maðurinn yrði áfram í farbanni allt til föstudagsins 14. desember.Nánast samfellt í farbanni frá því í október Maðurinn er eftirlýstur í Póllandi fyrir brot sem getur varðað allt að 12 ára fangelsi en hann hefur ekki fengið dóm. Að því er fram kemur í greinargerð ríkissaksóknara er maðurinn grunaður um meðferð, vörslu, sölu og dreifingu á miklu magni af fíkniefnum, þar á meðal að minnsta kosti einu kílógrammi af kannabisplöntum- og efnum og talsverðu magni af amfetamíni. Maðurinn var handtekinn hér á landi þann 25. október en gefin hafði verið út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Hann sætti farbanni til 23. nóvember og síðan frá 18. desember til 15. janúar en farbannið var ekki framlengt þann 23. nóvember þar sem ekki lá fyrir formleg framsalsbeiðni frá pólskum yfirvöldum. Ríkissaksóknari fór nú fram á áframhaldandi farbann yfir manninum þar sem það liggur fyrir að meðferð framsalsmálsins mun taka lengri tíma. Var talið nauðsynlegt að maðurinn myndi sæta farbanni til að tryggja nærveru hans á meðan á meðferð málsins stendur en þessu voru dómstólarnir ekki sammála.Ekkert komið fram um nánari rannsókn Dómarinn í héraði taldi ekki unnt að fallast á framsalsbeiðnina þar sem ekki væri að sjá annað af bréfi ríkissaksóknara til dómsmálaráðuneytisins en að hann hefði lokið rannsókn sinni vegna framsalsbeiðninnar. Var þar þeirri afstöðu lýst að tiltekin skilyrði laganna væru uppfyllt varðandi framsalsbeiðnina auk þess sem bæði formlegum og efnislegum skilyrðum annarra ákvæða laganna væri fullnægt. „Að mati dómsins verður að gera ráð fyrir því að dómsmálaráðuneytið hafi á grundvelli þeirra valdheimilda sem ráðuneytið hefur samkvæmt lögum nr. 13/1984 svigrúm til að rannsaka mál frekar sjálft eða mæla fyrir um frekari rannsókn þess, ef tilefni þykir. Í máli þessu hefur hins vegar ekkert komið fram um slíka rannsókn annað en að málið sé til meðferðar í dómsmálaráðuneytinu samkvæmt upplýsingum sækjanda í máli þessu. Krafa sóknaraðila í máli þessu um farbann er krafa um þvingunarráðstöfun sem ekki má standa lengur en nauðsynlegt er miðað við umfang og eðli máls. Þá er það einnig skilyrði fyrir beitingu farbanns að rannsókn verði haldið áfram án óréttlætanlegra tafa. Þar sem ekkert hefur verið lagt fram um rannsókn ráðuneytisins eða frekari meðferð þess á framsalsbeiðni varnaraðila er ekki unnt að fallast á kröfu sóknaraðila um áframhaldandi farbann yfir varnaraðila,“ segir í úrskurði héraðsdóms.
Dómsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira