Fær milljónir frá ríkinu vegna kylfuhögga við handtöku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2018 19:45 Sérsveit var kölluð til aðstoðar er maðurinn var handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir í bætur vegna líkamstjón sem hann varð fyrir er hann var handtekinn af lögreglu árið 2013. Lögreglumenn beittu kylfum við handtökuna. Héraðsdómur gagnrýnir lögregluna fyrir hversu illa handtakan var skipulögð. Málið má rekja til þess að maðurinn var grunaður um aðild að stórfelldum innflutningi fíkniefna eftir að tveir menn sem voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins sögðust hafa fundað í þrígang á og við heimili mannsins. Beið lögregla fyrir utan hjá manninum eftir húsleitarheimild en áður en hún barst yfirgaf maðurinn heimili sitt. Hófst þá eftirför lögreglu og óskað var aðstoðar sérsveitar en lögregla taldi manninn hættulegan vegna fyrri brota hans.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliSagðist ekki hafa áttað sig á því að stöðvunarmerki lögreglu væri ætluð honum Deilt var um hvort að maðurinn hefði hunsað stöðvunarmerki lögreglu en maðurinn hélt því fram að hann hefði ekki orðið þeirra var og síðar ekki áttað sig á því að þau væru ætluð honum. Að lokum stöðvaði maðurinn bíl sinn á Reykjanesbraut við afrein að Breiðholtsbraut. Var maðurinn handtekinn og miðað við gögn sem lögð voru fram fyrir dómi komu að minnsta kosti fjórir lögreglumenn að handtökunni. Að minnsta kosti tveir þeirra beittu kylfum við handtökuna og sló annar þeirra að eigin sögn tvö til þrjú högg í læri mannsins. Var maðurinn færður á lögreglustöð á meðan húsleit á heimili hans fór fram. Eftir það var maðurinn færður á heilsugæslu til læknisaðhlynningar. Lagði maðurinn fram matsgerð læknis sem staðfesti tímabundinn og varanlegan miska mannsins vegna þeirra áverka sem hann hlaut við handtökuna. Vildi maðurinn meina að lögregla hafi beitt hann óhóflegu harðræði við handtökuna. Hafnaði íslenska ríkið því alfarið, lögregla hafi haft fullt tilefni til þess að ætla að hann gæti hafa verið hættulegur þar sem maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu, meðal annars í tengslum við ofbeldis- og hótunarbrot.Lögreglu grunaði að maðurinn væri hættulegur vegna fyrri brota hans.Vísir/EyþórLögregla gagnrýnd fyrir illa skipulagða handtöku Í dómi Héraðsdóms segir að það mat lögreglu að maðurinn gæti hafa verið hættulegur yrði ekki dregið í efa og því væri ekki hægt að finna að því að kylfur hafi verið á lofti. Öðru máli gegndi hins vegar um beitingu kylfu á líkama mannsins. Í dómi Héraðsdóms er handtakan sjálf gagnrýnd og segir að í ljósi þess að um fyrirfram skipulaga aðgerð hafi verið að ræða megi ætla að lögreglan hafi getað skipulagt hana þannig að hún færi fram við hentugri aðstæður en við fjölfarna umferðaræð. Að mati dómsins benti ekkert til þess að maðurinn væri vís til þess að hefja ofsaakstur til þess að flýja undan lögreglu og að lögregla hefði getað valið hentugri stað til þess að gefa honum stöðvunarmerki. Þá benti ekkert til þess að maðurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun er honum var sagt að stíga út úr bílnum eða eftir að úr henni var komið, þótt hann hafi streist á móti er hann var dreginn úr bílnum. Þá hafi fjöldi lögreglumanna sem kom að handtökunni verið slíkur að þeir hefðu haft í fullu tré við manninn hefði hann sýnt af sér ógnandi hegðun. Taldi dómurinn ósannað að maðurinn „hafi á einhvern hátt valdið eða stuðlað að þeim þvingunaraðgerðum lögreglu sem hann var beittur“. Þá væri rétt að ríkið bæri hallann af því að ósannað væri að meðalhófs hafi verið gætt við framkvæmd handtökunnar, þegar kylfu var beitt á líkama mannins án þess að séð verði að hegðun hans hafi gefið nægt tilefni til þess eða að hann beri ábyrgð á því hvar akstur hans var stöðvaður. Var íslenska ríkið dæmt til þess að greiða manninum samtals 2,2 milljónir í bætur vegna málsins, auk þóknunar lögmanns mannsins, 2,4 milljónir.Dóm héraðsdóms má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 2,2 milljónir í bætur vegna líkamstjón sem hann varð fyrir er hann var handtekinn af lögreglu árið 2013. Lögreglumenn beittu kylfum við handtökuna. Héraðsdómur gagnrýnir lögregluna fyrir hversu illa handtakan var skipulögð. Málið má rekja til þess að maðurinn var grunaður um aðild að stórfelldum innflutningi fíkniefna eftir að tveir menn sem voru í gæsluvarðhaldi vegna málsins sögðust hafa fundað í þrígang á og við heimili mannsins. Beið lögregla fyrir utan hjá manninum eftir húsleitarheimild en áður en hún barst yfirgaf maðurinn heimili sitt. Hófst þá eftirför lögreglu og óskað var aðstoðar sérsveitar en lögregla taldi manninn hættulegan vegna fyrri brota hans.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliSagðist ekki hafa áttað sig á því að stöðvunarmerki lögreglu væri ætluð honum Deilt var um hvort að maðurinn hefði hunsað stöðvunarmerki lögreglu en maðurinn hélt því fram að hann hefði ekki orðið þeirra var og síðar ekki áttað sig á því að þau væru ætluð honum. Að lokum stöðvaði maðurinn bíl sinn á Reykjanesbraut við afrein að Breiðholtsbraut. Var maðurinn handtekinn og miðað við gögn sem lögð voru fram fyrir dómi komu að minnsta kosti fjórir lögreglumenn að handtökunni. Að minnsta kosti tveir þeirra beittu kylfum við handtökuna og sló annar þeirra að eigin sögn tvö til þrjú högg í læri mannsins. Var maðurinn færður á lögreglustöð á meðan húsleit á heimili hans fór fram. Eftir það var maðurinn færður á heilsugæslu til læknisaðhlynningar. Lagði maðurinn fram matsgerð læknis sem staðfesti tímabundinn og varanlegan miska mannsins vegna þeirra áverka sem hann hlaut við handtökuna. Vildi maðurinn meina að lögregla hafi beitt hann óhóflegu harðræði við handtökuna. Hafnaði íslenska ríkið því alfarið, lögregla hafi haft fullt tilefni til þess að ætla að hann gæti hafa verið hættulegur þar sem maðurinn hafi ítrekað komið við sögu lögreglu, meðal annars í tengslum við ofbeldis- og hótunarbrot.Lögreglu grunaði að maðurinn væri hættulegur vegna fyrri brota hans.Vísir/EyþórLögregla gagnrýnd fyrir illa skipulagða handtöku Í dómi Héraðsdóms segir að það mat lögreglu að maðurinn gæti hafa verið hættulegur yrði ekki dregið í efa og því væri ekki hægt að finna að því að kylfur hafi verið á lofti. Öðru máli gegndi hins vegar um beitingu kylfu á líkama mannsins. Í dómi Héraðsdóms er handtakan sjálf gagnrýnd og segir að í ljósi þess að um fyrirfram skipulaga aðgerð hafi verið að ræða megi ætla að lögreglan hafi getað skipulagt hana þannig að hún færi fram við hentugri aðstæður en við fjölfarna umferðaræð. Að mati dómsins benti ekkert til þess að maðurinn væri vís til þess að hefja ofsaakstur til þess að flýja undan lögreglu og að lögregla hefði getað valið hentugri stað til þess að gefa honum stöðvunarmerki. Þá benti ekkert til þess að maðurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun er honum var sagt að stíga út úr bílnum eða eftir að úr henni var komið, þótt hann hafi streist á móti er hann var dreginn úr bílnum. Þá hafi fjöldi lögreglumanna sem kom að handtökunni verið slíkur að þeir hefðu haft í fullu tré við manninn hefði hann sýnt af sér ógnandi hegðun. Taldi dómurinn ósannað að maðurinn „hafi á einhvern hátt valdið eða stuðlað að þeim þvingunaraðgerðum lögreglu sem hann var beittur“. Þá væri rétt að ríkið bæri hallann af því að ósannað væri að meðalhófs hafi verið gætt við framkvæmd handtökunnar, þegar kylfu var beitt á líkama mannins án þess að séð verði að hegðun hans hafi gefið nægt tilefni til þess eða að hann beri ábyrgð á því hvar akstur hans var stöðvaður. Var íslenska ríkið dæmt til þess að greiða manninum samtals 2,2 milljónir í bætur vegna málsins, auk þóknunar lögmanns mannsins, 2,4 milljónir.Dóm héraðsdóms má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira