Íslenska ríkið sýknað af milljarða kröfu þýsks banka vegna hrunsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2018 15:30 LBBW er einn stærsti héraðsbanki Þýskalands. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af fimm milljarða króna kröfu þýska bankans Landesbank Baden-Württemberg (LBBW). Bankinn lánaði Glitni banka háar fjárhæðir skömmu fyrir hrun haustið 2008 og vildi bankinn meina að íslenska ríkið bæri ábyrgð á því tjóni sem þýski bankinn varð fyrir vegna hrunsins. Málið má rekja til þess að LBBW lánaði Glitni banka fimm milljarða íslenskra króna í tveimur erlendum myntum, evrum og svissneskum frönkum, þann 8. ágúst 2008, um tveimur mánuðum fyrir hrun. Lánin voru svokölluð peningamarkaðsinnlán sem skyldi endurgreiða um þremur mánuðum síðar. Af endurgreiðslu varð hins vegar ekki enda féllu íslensku bankarnir í upphafi október og var Glitnir tekinn til slitameðferðar. Þýski bankinn fór illa út úr falli íslensku bankanna en í frétt Vísis frá árinu 2008 kom fram að bankinn tapaði 50 milljörðum króna á hruni íslenska bankakerfisins. Þýski bankinn vildi meðal annars meina að lánið til til Glitnis hafi verið innistæða og að íslenska ríkið bæri ábyrgð á innstæðum í innlendum viðskiptabönkum á grundvelli yfirlýsingar ríkisins þar sem áréttað var að innistæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi væru tryggðar að fullu. Þá vildi LBBW einnig meina að ríkið bæri ábyrgð á tjóni bankans vegna ólögmætra ákvarðana Fjármálaeftirlitsins. Það hafi á grundvelli neyðarlagananna svokölluðu skipt Glitni upp í gamlan og nýjan banka. Lán og annað sambærilegt hafi verið skilið eftir í gamla bankanum,þar á meðal lán LBBW, sem hafi verið ólögmætt og í andstöðu við yfirlýsingu ríkisins.Héraðsdómur Reykjavíkur.Fréttablaðið/valliBankinn sýnt af sér „algjört tómlæti“ Íslenska ríkið krafðist sýknu á þeim grundvelli að kröfur þýska bankans væru fyrndar en skaðabótakröfur fyrnast á fjórum árum samkvæmt íslenskum lögum. Vildi ríkið meina að upphaf fyrningarfrests hafi verið 6. október 2008 en stefna þýska bankans í málinu var birt íslenska ríkinu 4. ágúst 2016. Þá hafi þýski bankinn einnig sýnt af sér „algert tómlæti við að fylgja kröfu sínum eftir“ gagnvart ríkinu og með því hafi i öll tækifæri til að lýsa endurgreiðslukröfu í bú Glitnis banka hf. farið forgörðum. Tók héraðsdómur í meginatriðum undir íslenska ríkisins í málinu. Segir meðal annars í dóminum að bankanum hafi mátt vera ljóst í nóvember 2008 að íslenska ríkið myndi ekki greiða lánið til baka og að svo langur tími hafi liðið frá málsatvikum til stefnu að kröfur þýska bankans væru fyrndar að mestu. Eftir stóð ein skaðabótakrafa bankans sem ekki var fyrnd en í dómi héraðsdóms segir að bankinn hafi teflt fram sömu málsástæðum fyrir héraðsdómi í öðru máli þar sem samskonar kröfu var hafnað. Hæstiréttur hafi síðar staðfest þá niðurstöðu. Því væri „með öllu haldlaust að tefla þeim fram á ný í þessu máli“ og var kröfunni því hafnað. Var íslenska ríkið sýknað af kröfu þýska bankans sem þarf að greiða íslenska ríkinu 2,5 milljónir í málskostnað.Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
LBBW bankinn í Þýskalandi tapar 50 milljörðum kr. á Íslandi Enn einn þýskur banki hefur greint frá stórtapi á hruni íslenska bankakerfisins. Um er að ræða Landesbank Baden-Württemberg (LBBW) í Stuttgart og nemur tap hans 350 milljónum evra eða um 50 milljörðum kr. 10. nóvember 2008 09:37