Bandaríski ferðamaðurinn dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júlí 2018 11:15 Frá slysstað. Vísir/ Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Carl Edward Siegel hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Siegel var valdur að umferðarslysi á Suðurlandsvegi þann 16. maí þar sem íslensk kona á miðjum aldri lést. Við rannsókn málsins neitaði Sigel sök en fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa verið valdur af slysinu. Siegel var á ferð hér um land ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum. Var bíl Siegels ekið yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að bíll hans og íslensku konunnar rákust saman með þeim afleiðingum að hún lést. Var Siegel úrskurðaður í farbann við rannsókn málsins en í úrskurði Landsréttar kom fram að við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann sagst hafa ekið á sínum vegarhelmingi en bifreiðin sem á móti kom hafi virst honum stjórnlaus og komið yfir á hans vegarhelming. Sagðist hann ekki hafa verið valdur að slysinu. Var þetta þvert á gögn tæknideildar lögreglu sem taldi ljóst að miðað við fyrirliggjandi gögn hafi bíl Siegels verið ekið yfir á öfugan vegarhelming.Áreksturinn varð við brú á Suðurlandsvegi.VísirNáðu samkomulagi um greiðslu miskabóta Dómur í málinu var kveðinn upp á föstudaginn og þar kemur fram að Siegel hafi við þingfestingu málsins viðurkennt skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa ekið yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu á 101 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfður hámarkshraði var 90, með þeim afleiðingum að konan lést. Þá var einnig upplýst að samkomulag hafði tekist utan réttar um fullnaðaruppgjör miskabóta auk vaxta og kostnaðar og var bótakrafa upp á þrjár milljónir króna því afturkölluð.Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að við ákvörðun refsingar beri að hafa í huga að Siegel hafi skýlaust játað brot sitt og komist að samkomulagi við bótakrefjanda um miskabætur honum til handa. Þá hafi hann einnig verið samstarfsfús við lögreglu og samþykkt umbeðnar rannsóknir. „Þá verður ekki fram hjá því litið að atvik þetta hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu ákærða og hefur það verið staðfest með læknisvottorði,“ segir í dómi héraðsdóms. Var Siegel dæmdur í tveggja mánaða fangelsi sem fellur niður haldi hann skilorði í tvö ár. Þá var hann sviptur ökuréttindum í tíu mánuði auk þess sem hann þarf að greiða sakarkostnað, um tvær milljónir króna, auk málsvarnarlaun verjanda hans, 800 þúsund krónur.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi Þrír aðrir fluttir slasaðir á sjúkrahús 16. maí 2018 16:32 Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38 Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Bandaríski ferðamaðurinn áfram í farbanni Einn dómari í Landsrétti skilaði sératkvæði þar sem hann sagðist ósammála meirihluta dómenda og að ekki væru rök fyrir því að fallast á framlengingu farbanns lengur en til 30. júní. 20. júní 2018 10:38
Bandarískur ferðamaður í farbann vegna banaslyss Frásögn mannsins er ekki í samræmi við þau gögn sem tæknideild lögreglunnar hefur aflað við rannsókn slyssins. 23. maí 2018 20:14