Trump lýsti yfir sigri á óvæntum blaðamannafundi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 10:52 Donald Trump svaraði fjölda spurninga frá blaðamönnum. Skjáskot Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt óvæntan blaðamannafund í Brussel í dag, í kjölfar fundar hans með leiðtogum Atlantshafsbandalagsins (NATO). Á fundinum sagði Trump að leiðtogarnir hafi samþykkt að auka framlög ríkja sinna til NATO sem Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir. Útgjöld þeirra til varnarmála muni nú nema um 2 prósentum af landsframleiðslu. Hann hefur lengi lýst óánægju sinni með að Bandaríkin greiði stærstan hluta rekstrarkostnaðar sambandsins. Aukin framlög hinna ríkja muni nema um 33 milljörðum dala, um 3400 milljörðum íslenskra króna. Hvort um sé að ræða einskiptisgreiðslu eða árlega útgjaldaaukningu fylgdi ekki sögunni. Rétt er að taka fram að aðrir leiðtogar NATO-ríkja eiga eftir að staðfesta að það sem fram kom í máli Trump sé rétt. Aðspurður um hvort að hann hafi hótað að draga Bandaríkin úr NATO, yrðu hin ríkin ekki við kröfum hans, talaði Trump undir rós. „Ég lýsti því yfir að ég yrði mjög óánægður ef þau myndu ekki auka framlög sín umtalsvert,“ sagði Trump. Í ljósi nýjustu vendinga væru Bandaríkin hins vegar áfram sannfærð um ágæti varnarbandalagsins.Sjá einnig: Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundiAð hans mati sé NATO sterkara eftir fundinn og að það sé ekkert til í því að kröfur hans grafi undan bandalaginu. Þvert á móti munu aukin útgjöld til sambandsins gera því betur kleift að standast þrýsting Rússa, sem hafa lengi haft horn í síðu NATO. Trump fundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á mánudag. Bandaríkjaforseti var spurður á fundinum hvort hann myndi ræða málefni Krímskagans á fundinum, en Rússar innlimuðu skagann árið 2014. Trump svaraði á þá leið að hann væri ósáttur með innlimunina og að hefði hann verið forseti á þeim tíma þá hefði hann aldrei leyft henni að eiga sér stað. Að öðru leyti sagði hann að fundur hans með Pútín væri ekkert sérstaklega merkilegur. Hann yrði líklega stuttur en gæti haft eitthvað í för með sér. „Eða ekki,“ bætti Trump við. Þá sagði Trump að hann hlakkaði til að fara í opinberu heimsóknina til Bretlands, sem hefst síðar í dag. Hann sagðist viss um að breska þjóðin kynni að meta sig, ekki síst vegna skoðana hans í innflytjendamálum. Niðurstöður skoðanakannanna benda þó til annars. Upptöku af fundi Trump má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump NATO Tengdar fréttir Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30 Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52 Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Merkel svarar fyrir sig eftir gagnrýni Trump Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gefur lítið fyrir ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að stjórnvöld í Berlín væru strengjabrúður Rússa 11. júlí 2018 16:30
Neistar á milli þjóðarleiðtoga á NATO fundi Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka. 11. júlí 2018 18:52
Trump setti NATO-fundinn úr skorðum Bandaríkjaforsetinn Donald Trump lét Þjóðverja heyra það á fyrsta degi NATO-ráðstefnunnar, sem fram fer í Brussel. 11. júlí 2018 09:03