Trump tilnefndi heittrúaðan kaþólikka Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2018 05:58 Bandaríkjaforseti tekur hér í hönd Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Brett Kavanaugh sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna. Forsetinn tilkynnti um val sitt á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi þar sem hann lýsti Kavanaugh sem „frábærum lögfræðingi.“ Verði hann samþykktur mun hann fylla í skarð hæstaréttadómarans Anthony Kennedy, sem tilkynnti óvænt í síðasta mánuði að hann ætlaði að setjast í helgan stein. Hinn tilnefndi starfar við áfrýjunardómstól í höfuðborginni og var ráðgjafi George W. Bush þegar hann gegndi embætti forseta. Ætla má að nú hefjist mikil átök í bandarískum stjórnmálum því öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu forsetans. Hæstaréttardómarar eru skipaðir ævilangt og hafa úrskurðir þeirra haft mikil áhrif á þróun dóms- og félagsmála í landinu. Þannig getur Kavanaugh, verði hann samþykktur, mótað Bandaríkin löngu eftir að embættistíð Donald Trump lýkur.Sjá einnig: Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Andstæðingar forsetans óttast um afdrif frjálslyndra úrskurða réttarins í gegnum árin; eins og þegar kemur að fóstureyðingum, samkynja hjónaböndum og innflytjendastefnu Bandaríkjanna. Þær áhyggjur eru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Kavanaugh er lýst sem heittrúuðum kaþólikka sem skrifað hefur fræðigrein um að ekki ætti að vera hægt að rannsaka meint lögbrot Bandaríkjaforseta meðan þeir gegna embætti. Greinendur telja að fræðigreinin hafi spilað stóran þátt í tilnefningunni, enda kunni Kavanaugh að þurfa að dæma um mál sem upp koma vegna rannsóknar Roberts Mueller á íhlutun Rússa í forsetakosningunum árið 2016. Þá lýsti hann sig andsnúinn því á dögunum að ólölegur innflytjandi á unglingsaldri fengi að undirgangast fóstureyðingu. Tilnefningin fer nú fyrir bandaríska þingið og vonast forsetinn til að hún verði samþykkt áður en gengið verður til þingkosninga í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00 Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20 Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag. 28. júní 2018 15:00
Bandarískur hæstaréttardómari sest í helgan stein Líklegt er að Hæstiréttur Bandaríkjanna taki sveiflu til hægri því Trump forseti færi nú tækifæri til að skipa íhaldsmann í réttinn. Íhaldsmenn kæmust þá í meirihluta í réttinum. 27. júní 2018 18:20
Ákvörðun Kennedys sending af himnum fyrir Repúblikana Það stefnir í hörð átök í bandarískum stjórnmálum í kjölfar ákvörðunar hæstaréttardómarans Anthonys Kennedy um að láta af störfum í sumar. Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill og áhugamaður um bandarísk stjórnmál, segir ákvörðunina himnasendingu fyrir Repúblikana. Reiknað er með skipun íhaldsmanns. 29. júní 2018 06:00