Breskur ólympíufari lést á átján ára afmælisdaginn Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 08:54 Ellie Soutter er fallin frá. mynd/team gb Ellie Soutter, 18 ára gömul bresk afrekskona í snjóbrettaíþróttum, lést á miðvikudaginn. BBC greinir frá en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Hún lést á afmælisdegi sínum. Soutter var ein af efnilegustu vetraríþróttamönnum Bretlands en hún vann brons fyrir Breta á vetrarólympíuleikum æskunnar í fyrra og var fánaberi við lokaathöfn leikanna. Hún var fyrr í þessum mánuði kölluð inn í A-landslið Bretlands fyrir Evrópumótaröðina í snjóbrettaíþróttum og var fastlega búist við að hún myndi vera í ólympíuliði Breta árið 2022. Soutter var við æfingar í Evrópu og lést nálægt heimili sínu í Frakklandi en sem fyrr segir er ekki vitað hvernig dauðdaga hennar bar að. „Ég er svo stoltur af þessari ungu konu. Þessi vondi heimur tók sálufélaga minn frá mér á 18 ára afmælisdaginn. Ég mun sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Hvíldu í friði litli meistarinn minn,“ skrifar faðir hennar á Facebook. Breskir vetraríþróttamenn hafa keppst við að minnast hinnar ungu Soutter á samfélagsmiðlum eftir að fréttir af andláti hennar fóru að berast. „Það er sorglegt að heyra þessar fréttir. Þú varst frábær stelpa. Þú var frábær liðsfélagi sem fékkst mig til að brosa á hverjum degi. Ég á eftir að sakna þín svakalega,“ skrifaði Emily Sarsfield, margfaldur meistari í skíðafimi, á Facebook-síðu sína. Aðrar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Ellie Soutter, 18 ára gömul bresk afrekskona í snjóbrettaíþróttum, lést á miðvikudaginn. BBC greinir frá en dánarorsök hefur ekki verið gefin upp. Hún lést á afmælisdegi sínum. Soutter var ein af efnilegustu vetraríþróttamönnum Bretlands en hún vann brons fyrir Breta á vetrarólympíuleikum æskunnar í fyrra og var fánaberi við lokaathöfn leikanna. Hún var fyrr í þessum mánuði kölluð inn í A-landslið Bretlands fyrir Evrópumótaröðina í snjóbrettaíþróttum og var fastlega búist við að hún myndi vera í ólympíuliði Breta árið 2022. Soutter var við æfingar í Evrópu og lést nálægt heimili sínu í Frakklandi en sem fyrr segir er ekki vitað hvernig dauðdaga hennar bar að. „Ég er svo stoltur af þessari ungu konu. Þessi vondi heimur tók sálufélaga minn frá mér á 18 ára afmælisdaginn. Ég mun sakna þín meira en þú getur ímyndað þér. Hvíldu í friði litli meistarinn minn,“ skrifar faðir hennar á Facebook. Breskir vetraríþróttamenn hafa keppst við að minnast hinnar ungu Soutter á samfélagsmiðlum eftir að fréttir af andláti hennar fóru að berast. „Það er sorglegt að heyra þessar fréttir. Þú varst frábær stelpa. Þú var frábær liðsfélagi sem fékkst mig til að brosa á hverjum degi. Ég á eftir að sakna þín svakalega,“ skrifaði Emily Sarsfield, margfaldur meistari í skíðafimi, á Facebook-síðu sína.
Aðrar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira