Tælensku drengirnir fá hugarró í hofi Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2018 06:39 Hluti hópsins er sagður hafa tekið þátt í sambærilegri athöfn áður. Vísir/AFP Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Bróðurpartur tælenska fótboltaliðsins, sem festist í helli rúmar tvær vikur, hóf í dag trúarathöfn sem standa mun yfir næstu daga. Drengirnir munu raka af sér allt hárið og klæðast þartilgerðum kuflum, en að sögn breska ríkisútvarpsins er athöfnin sögð vera algengur siður hjá tælenskum körlum sem lent hafa í áföllum. Hópurinn mun verja alls níu dögum í búddistahofi en einn þeirra, Adul Sam-on, er kristinn og mun því ekki taka þátt í athöfninni. Fótboltaþjálfarinn þeirra mun að sama skapi dvelja með þeim í hofinu, ekki þó sem lærlingur eins og drengirnir heldur sem fullgildur munkur. Strákarnir voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í liðinni viku og eru sagðir við góða heilsu. Athöfninni er ætlað að veita þeim „andlega hreinsun“ eftir þrekraunina. „Þeir ættu að verja smá tíma í hofi, það er þeim fyrir bestu,“ er haft eftir afa eins stráksins í hópnum á vef BBC. „Það er eins og þeir hafi dáið en hafi nú endurfæðst.“ Tælensk stjórnvöld segja að hár drengjanna verði rakað af í dag og á morgun muni þeir fá í hendurnar kuflana sína. Þeir munu flakka á milli nokkurra hofa þar sem þeir munu verja deginum við hugleiðslu, bænakall og þrif. Þeir halda aftur til síns heima þann 4. ágúst, eftir níu daga - en níu er talin happatala í Tælandi.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58 Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13 Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Sjá meira
Segir að allir fótboltastrákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn Hinn 25 ára gamli Ake, fótboltaþjálfari strákanna tólf sem festust í helli í norðurhluta Taílands, ásamt þjálfaranum í síðasta mánuði, segir að allir strákarnir hafi samþykkt að fara inn í hellinn. 18. júlí 2018 11:58
Fótboltastrákarnir útskrifaðir af spítala degi fyrr en áætlað var Taílensku fótboltastrákarnir tólf og þjálfari þeirra verða útskrifaðir degi fyrr en áætlað var, nánar tiltekið á morgun. 17. júlí 2018 15:13
Misstu allt tímaskyn inni í hellinum og lýsa björguninni sem kraftaverki Fótboltastrákarnir tólf sem sátu fastir í helli í norðurhluta Taílands í meira en tvær vikur ásamt þjálfaranum sínum, Ekaphol Chantawong, segjast hafa misst allt tímaskyn á meðan þeir þurftu að dvelja í hellinum. 19. júlí 2018 11:45