Suður-afrísk stjórnvöld krefjast skýringa á tísti Trump um bændamorð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 12:05 Mótmæli gegn drápum á hvítum bændum letruð aftan á bíl í Suður-Afríku. Opinberar tölur benda þó til þess að ekki hafi færri bændur verið drepnir í 20 ár. Vísir/AP Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira