Skrifa flugupplýsingar á tússtöflur vegna bilunar á Gatwick Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 14:52 Þegar tæknin bilar er gripið til ýmissa ráða. Mynd/Edmund von der Burg Flugvallarstarfsmenn Gatwick-flugvallar á Englandi hafa þurft að nota tússtöflur til þess að koma upplýsingum um komur og brottfarir á flugvellinum til skila vegna bilunar í upplýsingaskjám á flugvellinum fyrr í dag. Farþegar á flugvellinum segja mikla óreiðu einkenna ástandið á flugvellinum. Bilunina má rekja til þess að ljósleiðarasamband rofnaði við skjánna sem varð til þess að skjáirnir hættu að virka. Starfsmenn flugvallarsins dóu þó ekki ráðalausir, náðu sér í tússtöflur og túss og uppfæra þeir töfluna með stöðu komu og brottfara á flugvellinum jafn óðum og upplýsingar berast. Bilunin þykir nokkuð bagaleg enda reiða farþegar sig gjarnan mjög á upplýsingaskjái á flugvöllum til þess að fá upplýsingar um komur og brottfarir. Talsmaður flugvallarins hefur gefið út afsökunarbeiðni vegna bilunarinnar en í frétt BBC segir að nokkrir farþegar hafi misst af flugferðum vegna bilunarinnar en flestir farþegar hafi þó komist í rétt flug á réttum tíma. Farþegar á flugvellinum hafa lýst reiði sinni vegna ástandsins á Twitter og líkti Helen Walsh, sem stödd var á flugvellinum, ástandinu sem „algjöru blóðbaði“. I'm at Gatwick airport and the screens are broken, so they are announcing boarding gates with a white board! They have a guy listening to a walkie talkie, erasing and updating the table! pic.twitter.com/AoxSpmQfHy — Raúl Marcos (@raulmarcosl) August 20, 2018Absolute carnage @Gatwick_Airport with no boards working and no staff with gate info — Helen (@helenwalsh) August 20, 2018Dear @Gatwick_Airport you should be tweeting this every 5 minutes! pic.twitter.com/e6UZyi5stc — Edmund von der Burg (@evdb) August 20, 2018 Fréttir af flugi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Flugvallarstarfsmenn Gatwick-flugvallar á Englandi hafa þurft að nota tússtöflur til þess að koma upplýsingum um komur og brottfarir á flugvellinum til skila vegna bilunar í upplýsingaskjám á flugvellinum fyrr í dag. Farþegar á flugvellinum segja mikla óreiðu einkenna ástandið á flugvellinum. Bilunina má rekja til þess að ljósleiðarasamband rofnaði við skjánna sem varð til þess að skjáirnir hættu að virka. Starfsmenn flugvallarsins dóu þó ekki ráðalausir, náðu sér í tússtöflur og túss og uppfæra þeir töfluna með stöðu komu og brottfara á flugvellinum jafn óðum og upplýsingar berast. Bilunin þykir nokkuð bagaleg enda reiða farþegar sig gjarnan mjög á upplýsingaskjái á flugvöllum til þess að fá upplýsingar um komur og brottfarir. Talsmaður flugvallarins hefur gefið út afsökunarbeiðni vegna bilunarinnar en í frétt BBC segir að nokkrir farþegar hafi misst af flugferðum vegna bilunarinnar en flestir farþegar hafi þó komist í rétt flug á réttum tíma. Farþegar á flugvellinum hafa lýst reiði sinni vegna ástandsins á Twitter og líkti Helen Walsh, sem stödd var á flugvellinum, ástandinu sem „algjöru blóðbaði“. I'm at Gatwick airport and the screens are broken, so they are announcing boarding gates with a white board! They have a guy listening to a walkie talkie, erasing and updating the table! pic.twitter.com/AoxSpmQfHy — Raúl Marcos (@raulmarcosl) August 20, 2018Absolute carnage @Gatwick_Airport with no boards working and no staff with gate info — Helen (@helenwalsh) August 20, 2018Dear @Gatwick_Airport you should be tweeting this every 5 minutes! pic.twitter.com/e6UZyi5stc — Edmund von der Burg (@evdb) August 20, 2018
Fréttir af flugi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira