Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2018 20:30 W. Samúel Patten. Vísir/AP W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. Patten játaði að hafa séð um að koma 50 þúsund dala fjárframlagi frá erlendum aðila í embættistökusjóð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða mál sem rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, komust á snoðir um við rannsókn þeirra á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og vísuðu til saksóknara í Washington DC. Patten á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en hann hét því að starfa með rannsakendum í skiptum fyrir yfirlýsingu saksóknara um mildari dóm en ella. Auk þess að hafa starfað fyrir stjórnmálaflokkinn Oppostition Bloc í Úkraínu starfaði Patten einnig um tíma fyrir umdeilda fyrirtækið Cambridge Analytica. Þá starfaði hann einnig með Paul Manafort til langs tíma. Paul Manafort er hvað best þekktur sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump.Manafort var nýverið dæmdur fyrir peningaþvott og banka- og skattsvik. Þá stendur til að rétta yfir honum í öðru máli á næstunni þar sem hann hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fyrir að hafa ekki skráð sig sem útsendari erlendra aðila, sem er sama brot og Patten hefur játað.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinPatten mun hafa starfað sem útsendari Opposition Bloc á árunum 2015 til 17 og reyndi hann að hafa áhrif á ýmsa þingmenn Bandaríkjanna á þeim tíma, án þess að skrá hjá yfirvöldum Bandaríkjanna fyrir hvern hann væri að vinna, eins og lögin segja til um. Þá starfaði Pettan með Konstantin Kilimnik í Úkraínu. Því hefur verið haldið fram af yfirvöldum Bandaríkjanna að Kilimnik, sem einnig var náinn samstarfsmaður Manafort, sé rússneskur njósnari. Hann hefur verið ákærður fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar með því að hafa áhrif á vitni í Rússarannsókn Mueller, eins og hún er kölluð. Saman munu Patten og Kilimnik hafa hjálpað ónafngreindum erlendum aðila að kaupa miða á embættistöku Trump fyrir 50 þúsund dali. Þeir réðu bandarískan mann til að kaupa miðana en erlendi aðilinn mætti á embættistökuna með Patten. Ekki maðurinn sem keypti miðana.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira