Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2018 18:10 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11
Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02