Vestmannaeyjabær höfðar mál gegn Landsbankanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 14:57 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti í dag að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum vegna þess sem bærinn kallar „greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja.“ Í tilkynningu frá bæjarráðinu eru sjónarmið Vestmannaeyjabæjar rakin og segir þar við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 hafi Landsbankinn greitt stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé í sjóðnum. „Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um 10% og 5% hlut í Sparisjóðnum höfðu efasemdir um verðmatið og þrátt fyrir mótmæli Landsbankans féllust dómstólar á beiðni þessara tveggja stofnfjáreigenda um að dómkveðja tvo matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins,“ segir í tilkynningu frá bæjarráðinu og bætt við að matsmennirnir hafi verið endurskoðandinn Árni Tómasson og Ásgeir Jónsson hagfræðingur.Sjá einnig: Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni „Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 483 m.kr. eða 151 m.kr. (45%) hærri fjárhæð heldur en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna,“ segir í tilkynningunni. Þegar matsgerðin lá fyrir var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í Sparisjóðnum, en því hafi Landsbankinn nú hafnað. „Vestmannaeyjabær harmar þessa afstöðu ríkisbankans Landsbankans og hefur ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá réttmætt endurgjald fyrir stofnfjárhluti sína. Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki.“ Dómsmál Tengdar fréttir Sparisjóður Vestmannaeyja rennur saman við Landsbankann Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. 29. mars 2015 16:40 Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni 27. júlí 2017 09:30 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar samþykkti í dag að höfða dómsmál á hendur Landsbankanum vegna þess sem bærinn kallar „greiðslu réttmæts endurgjalds fyrir stofnfjárhluti í Sparisjóði Vestmannaeyja.“ Í tilkynningu frá bæjarráðinu eru sjónarmið Vestmannaeyjabæjar rakin og segir þar við yfirtöku Sparisjóðsins árið 2015 hafi Landsbankinn greitt stofnfjáreigendum samtals 332 milljónir króna fyrir allt stofnfé í sjóðnum. „Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin, sem áttu um 10% og 5% hlut í Sparisjóðnum höfðu efasemdir um verðmatið og þrátt fyrir mótmæli Landsbankans féllust dómstólar á beiðni þessara tveggja stofnfjáreigenda um að dómkveðja tvo matsmenn til að meta verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins,“ segir í tilkynningu frá bæjarráðinu og bætt við að matsmennirnir hafi verið endurskoðandinn Árni Tómasson og Ásgeir Jónsson hagfræðingur.Sjá einnig: Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni „Niðurstaða hinna dómkvöddu matsmanna var sú að verðmæti stofnfjár Sparisjóðsins var 483 m.kr. eða 151 m.kr. (45%) hærri fjárhæð heldur en Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum við yfirtökuna,“ segir í tilkynningunni. Þegar matsgerðin lá fyrir var farið fram á að Landsbankinn greiddi stofnfjáreigendum mismuninn fyrir eign þeirra í Sparisjóðnum, en því hafi Landsbankinn nú hafnað. „Vestmannaeyjabær harmar þessa afstöðu ríkisbankans Landsbankans og hefur ákveðið að leita réttar síns fyrir dómstólum til að fá réttmætt endurgjald fyrir stofnfjárhluti sína. Fari svo að dómstólar dæmi Vestmannaeyjabæ í vil, mun það hafa áhrif á aðra stofnfjáreigendur, svo sem einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki.“
Dómsmál Tengdar fréttir Sparisjóður Vestmannaeyja rennur saman við Landsbankann Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. 29. mars 2015 16:40 Vill að Landsbankinn sýni lágmarks sanngirni 27. júlí 2017 09:30 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur Sjá meira
Sparisjóður Vestmannaeyja rennur saman við Landsbankann Landsbankinn hefur yfirtekið allar eignir og skuldbindingar Sparisjóðs Vestmannaeyja, þar með talið útlán og innlán viðskiptavina. 29. mars 2015 16:40