Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 12:33 Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík. VÍSIR/VILHELM Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. Álfyrirtækið gerði í febrúar síðastliðnum bindandi kauptilboð í álverið ISAL í Straumsvík af Rio Tinto. Kauptilboðið innhélt einnig eignarhluti Rio Tinto í hollenska skautaframleiðandanum Aluchemi og sænska fyrirtækinu Aluflour sem framleiðir álflúoríð. Tilboð Norsk Hydro kom í kjölfar ákvörðunar Rio Tinto að endurskoða eignarhald sitt á ISAL og hljóðaði það upp á 345 milljónir dala, 35 milljarða króna á gengi þess tíma. Búist var við því að ferlinu myndi ljúka á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í frétt á vef Norsk Hydro segir hins vegar að nú hafi verið hætt við kaupin. Uppfylla hafi þurft fjölda skilyrða, til að mynda frá samkeppnisyfirvöldum og íslenskum stjórnvöldum, og það hafi tekið lengri tíma en áætlað var að hljóta náð fyrir augum evrópska samkeppniseftirlitsins. „Eftir að hafa kannað aðrar tímalínur, útkomur og úrvinnslu fór Hydro fram á að það að hætt yrði við viðskiptin,“ segir í fréttinni. Báðir aðilar hafa gengið að riftuninni. Hydro mun áfram fara með 46,7 prósenta eignarhlut í Aluchemie. Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Afkoma álversins í Straumsvík batnar Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík. Álfyrirtækið gerði í febrúar síðastliðnum bindandi kauptilboð í álverið ISAL í Straumsvík af Rio Tinto. Kauptilboðið innhélt einnig eignarhluti Rio Tinto í hollenska skautaframleiðandanum Aluchemi og sænska fyrirtækinu Aluflour sem framleiðir álflúoríð. Tilboð Norsk Hydro kom í kjölfar ákvörðunar Rio Tinto að endurskoða eignarhald sitt á ISAL og hljóðaði það upp á 345 milljónir dala, 35 milljarða króna á gengi þess tíma. Búist var við því að ferlinu myndi ljúka á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Í frétt á vef Norsk Hydro segir hins vegar að nú hafi verið hætt við kaupin. Uppfylla hafi þurft fjölda skilyrða, til að mynda frá samkeppnisyfirvöldum og íslenskum stjórnvöldum, og það hafi tekið lengri tíma en áætlað var að hljóta náð fyrir augum evrópska samkeppniseftirlitsins. „Eftir að hafa kannað aðrar tímalínur, útkomur og úrvinnslu fór Hydro fram á að það að hætt yrði við viðskiptin,“ segir í fréttinni. Báðir aðilar hafa gengið að riftuninni. Hydro mun áfram fara með 46,7 prósenta eignarhlut í Aluchemie.
Stóriðja Tengdar fréttir Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39 Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15 Afkoma álversins í Straumsvík batnar Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Sjá meira
Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. 26. febrúar 2018 09:39
Norsk Hydro segir álverið í Straumsvík til framtíðar Norska félagið Hydro lítur á kaupin á ÍSAL sem framtíðarfjárfestingu, en tilkynnt var í dag um bindandi kauptilboð í þetta elsta álver Íslands. 26. febrúar 2018 21:15
Afkoma álversins í Straumsvík batnar Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. 20. júní 2018 06:00