Debenhams í meiriháttar uppstokkun Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 12. september 2018 06:00 Harðnandi samkeppni við netverslanir hefur gert rótgrónum verslanakeðjum á borð við Debenhams og House of Fraser erfitt um vik. Vísir/Getty Breska verslanakeðjan Debenhams horfir fram á umfangsmikla endurskipulagningu á rekstrinum sem getur leitt til þess að fjölda verslana verði lokað. Debenhams hefur fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG til þess að útbúa áætlun um endurskipulagningu, að því er Financial Times greindi frá á sunnudaginn. Er það mál manna að Debenhams og KPMG séu að skoða nokkra valmöguleika, þar á meðal úrræði sem nefnist CVA en það gerir fyrirtækjum meðal annars kleift að endursemja um afborganir af lánum og leigugreiðslur. Hlutabréfaverð í Debenhams lækkaði um 16 prósent í fyrstu viðskiptum á mánudagsmorgun eftir fréttaflutning um samstarfið við KPMG. Í kjölfarið sendi Debenhams frá sér tilkynningu í því skyni að róa fjárfesta. Þar kom fram að afkomuspá fyrirtækisins geri ráð fyrir 33 milljóna punda hagnaði á árinu sem er undir fyrri afkomuspá frá því í júní, þegar hagnaður ársins var áætlaður á bilinu 35 til 40 milljónir punda, en í samræmi við spár greinenda. Skuldir í lok árs munu nema 320 milljónum punda sem er vel undir því 520 milljóna punda skuldaþaki sem lánasamningar Debenhams kveða á um en í sumar náði fyrirtækið að semja við lánardrottna um nýja lánaskilmála. Í tilkynningunni er haft eftir Sergio Bucher forstjóra að markaðsaðstæður séu enn krefjandi og að undirliggjandi þróun á markaðinum hefði versnað í sumar. Hins vegar hafi á síðustu vikum sést merki um jákvæða þróun og fjárhagur fyrirtækisins standi vel fyrir aðdraganda jólanna sem getur verið frekur á lánsfé.Leigusamningar „ósveigjanlegir“ Sir Ian Cheshire, stjórnarformaður Debenhams, sagði í viðtali við breska útvarpið í gær að stjórnendur fyrirtækisins hefðu fundið sig knúna til að senda frá sér tilkynningu á mánudaginn til þess að koma í veg fyrir orðróma sem byggðu á misskilningi um framtíð fyrirtækisins. „Við erum ekki í greiðsluþroti,“ sagði Cheshire og hafnaði jafnframt að Debenhams væri við það að grípa til CVA-úrræðisins þó að sá möguleiki hefði ekki verið útilokaður. „Ef úrræðið er rétta leiðin fyrir fyrirtækið og hagsmunaaðila þá er sá möguleiki á borðinu en það var gefið í skyn að við værum við það að grípa til þess.“ Chesire staðfesti einnig að áætlað væri að loka verslunum en ósveigjanlegir leigusamningar gerðu Debenhams erfitt fyrir.Slæmt árferði Á þessu ári hafa reglulega birst fréttir af Debenhams í breskum miðlum vegna þeirra rekstrarerfiðleika sem fyrirtækið glímir við en það sem af er ári hefur fyrirtækið birt þrjár afkomuviðvaranir. Lakari afkomuspár urðu til þess að matsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfismat Debenhams í sumar. Þá var tilkynnt í febrúar um uppsagnir á 320 verslunarstjórum og í ágúst um uppsagnir á 90 starfsmönnum í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Versnandi rekstur hefur komið skýrt fram í hlutabréfaverði Debenhams sem hefur dregist saman um tvo þriðju frá byrjun árs og meira en 90 prósent frá því að félagið var skráð á markað árið 2006. Samkvæmt áætlunum Debenhams frá því í fyrra gæti tíu af þeim 165 verslunum sem eru reknar undir merkjum þess í Bretlandi verið lokað á næstu fimm árum. Nú þegar hefur tveimur í suðurhluta London verið lokað en framtíð hinna átta er enn til skoðunar. Auk þess kemur til greina að smækka 30 aðrar verslanir og endursemja um leigu við leigusalana. Nýlega skilaði Debenhams fimmtungi af verslunarrými sínu í Uxbridge til leigusalans sem ráðstafaði því til verslanakeðjunnar Zara. Þá er danska keðjan Magasin du Nord komin í söluferli og er búist við að Debenhams afli 200 milljóna punda með sölunni. Verslun Debenhams á Íslandi, sem var til húsa í 4.500 fermetra verslunarrými í Smáralind, var lokað í ársbyrjun 2017. Tugum starfsmanna var sagt upp í tengslum við lokunina en sænski tískuvörurisinn H&M kom í hennar stað. Reksturinn var undir hatti Haga en haft var eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að ekki hefði náðst samkomulag við eigendur Smáralindar um áframhaldandi leigu.Smásölurisar á undanhaldi Vandræði Debenhams eru fjarri því að vera einsdæmi í Bretlandi en margar rótgrónar verslanakeðjur þar í landi hafa glímt við rekstrarerfiðleika undanfarin misseri. Er sú þróun rakin til harðnandi samkeppni við netverslanir, veikara punds, dvínandi eftirspurnar og skuldabyrða. Á meðal þeirra eru House of Fraser sem óskaði eftir greiðslustöðvun um miðjan ágúst og Toys ‘R’ Us sem mun loka öllum 75 verslunum sínum í Bandaríkjunum og Bretlandi á næstu mánuðum. Verslanakeðjur af þessum toga eru vinsælar á meðal skortsala sem fá hlutabréf í fyrirtækjunum að láni í von um verðfall. Fimmtungur af útgefnum hlutabréfum í Debenhams hefur verið lánaður til skortsala samkvæmt umfjöllun Financial Times. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Breska verslanakeðjan Debenhams horfir fram á umfangsmikla endurskipulagningu á rekstrinum sem getur leitt til þess að fjölda verslana verði lokað. Debenhams hefur fengið endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG til þess að útbúa áætlun um endurskipulagningu, að því er Financial Times greindi frá á sunnudaginn. Er það mál manna að Debenhams og KPMG séu að skoða nokkra valmöguleika, þar á meðal úrræði sem nefnist CVA en það gerir fyrirtækjum meðal annars kleift að endursemja um afborganir af lánum og leigugreiðslur. Hlutabréfaverð í Debenhams lækkaði um 16 prósent í fyrstu viðskiptum á mánudagsmorgun eftir fréttaflutning um samstarfið við KPMG. Í kjölfarið sendi Debenhams frá sér tilkynningu í því skyni að róa fjárfesta. Þar kom fram að afkomuspá fyrirtækisins geri ráð fyrir 33 milljóna punda hagnaði á árinu sem er undir fyrri afkomuspá frá því í júní, þegar hagnaður ársins var áætlaður á bilinu 35 til 40 milljónir punda, en í samræmi við spár greinenda. Skuldir í lok árs munu nema 320 milljónum punda sem er vel undir því 520 milljóna punda skuldaþaki sem lánasamningar Debenhams kveða á um en í sumar náði fyrirtækið að semja við lánardrottna um nýja lánaskilmála. Í tilkynningunni er haft eftir Sergio Bucher forstjóra að markaðsaðstæður séu enn krefjandi og að undirliggjandi þróun á markaðinum hefði versnað í sumar. Hins vegar hafi á síðustu vikum sést merki um jákvæða þróun og fjárhagur fyrirtækisins standi vel fyrir aðdraganda jólanna sem getur verið frekur á lánsfé.Leigusamningar „ósveigjanlegir“ Sir Ian Cheshire, stjórnarformaður Debenhams, sagði í viðtali við breska útvarpið í gær að stjórnendur fyrirtækisins hefðu fundið sig knúna til að senda frá sér tilkynningu á mánudaginn til þess að koma í veg fyrir orðróma sem byggðu á misskilningi um framtíð fyrirtækisins. „Við erum ekki í greiðsluþroti,“ sagði Cheshire og hafnaði jafnframt að Debenhams væri við það að grípa til CVA-úrræðisins þó að sá möguleiki hefði ekki verið útilokaður. „Ef úrræðið er rétta leiðin fyrir fyrirtækið og hagsmunaaðila þá er sá möguleiki á borðinu en það var gefið í skyn að við værum við það að grípa til þess.“ Chesire staðfesti einnig að áætlað væri að loka verslunum en ósveigjanlegir leigusamningar gerðu Debenhams erfitt fyrir.Slæmt árferði Á þessu ári hafa reglulega birst fréttir af Debenhams í breskum miðlum vegna þeirra rekstrarerfiðleika sem fyrirtækið glímir við en það sem af er ári hefur fyrirtækið birt þrjár afkomuviðvaranir. Lakari afkomuspár urðu til þess að matsfyrirtækið Moody’s lækkaði lánshæfismat Debenhams í sumar. Þá var tilkynnt í febrúar um uppsagnir á 320 verslunarstjórum og í ágúst um uppsagnir á 90 starfsmönnum í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Versnandi rekstur hefur komið skýrt fram í hlutabréfaverði Debenhams sem hefur dregist saman um tvo þriðju frá byrjun árs og meira en 90 prósent frá því að félagið var skráð á markað árið 2006. Samkvæmt áætlunum Debenhams frá því í fyrra gæti tíu af þeim 165 verslunum sem eru reknar undir merkjum þess í Bretlandi verið lokað á næstu fimm árum. Nú þegar hefur tveimur í suðurhluta London verið lokað en framtíð hinna átta er enn til skoðunar. Auk þess kemur til greina að smækka 30 aðrar verslanir og endursemja um leigu við leigusalana. Nýlega skilaði Debenhams fimmtungi af verslunarrými sínu í Uxbridge til leigusalans sem ráðstafaði því til verslanakeðjunnar Zara. Þá er danska keðjan Magasin du Nord komin í söluferli og er búist við að Debenhams afli 200 milljóna punda með sölunni. Verslun Debenhams á Íslandi, sem var til húsa í 4.500 fermetra verslunarrými í Smáralind, var lokað í ársbyrjun 2017. Tugum starfsmanna var sagt upp í tengslum við lokunina en sænski tískuvörurisinn H&M kom í hennar stað. Reksturinn var undir hatti Haga en haft var eftir Finni Árnasyni, forstjóra Haga, að ekki hefði náðst samkomulag við eigendur Smáralindar um áframhaldandi leigu.Smásölurisar á undanhaldi Vandræði Debenhams eru fjarri því að vera einsdæmi í Bretlandi en margar rótgrónar verslanakeðjur þar í landi hafa glímt við rekstrarerfiðleika undanfarin misseri. Er sú þróun rakin til harðnandi samkeppni við netverslanir, veikara punds, dvínandi eftirspurnar og skuldabyrða. Á meðal þeirra eru House of Fraser sem óskaði eftir greiðslustöðvun um miðjan ágúst og Toys ‘R’ Us sem mun loka öllum 75 verslunum sínum í Bandaríkjunum og Bretlandi á næstu mánuðum. Verslanakeðjur af þessum toga eru vinsælar á meðal skortsala sem fá hlutabréf í fyrirtækjunum að láni í von um verðfall. Fimmtungur af útgefnum hlutabréfum í Debenhams hefur verið lánaður til skortsala samkvæmt umfjöllun Financial Times.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent