Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2018 21:30 Lars Løkke Rasmussen tekur sjálfu fyrir einn mótmælenda með Kim Kielsen á hina hlið. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15