Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 11. september 2018 21:30 Lars Løkke Rasmussen tekur sjálfu fyrir einn mótmælenda með Kim Kielsen á hina hlið. Mynd/TV-2, Danmörku. Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Andstæðingar samningsins mótmæltu komu danska forsætisráðherrans til Nuuk í gær en talið er að Danir vilji með fjárframlaginu koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Það er lýsandi fyrir stöðu flugvallarmála Grænlands að Lars Løkke Rasmussen þurfti að koma á þyrlu í innanlandsflugi til Nuuk frá flugvellinum í Kangerlussuaq en fjármunina á meðal annars að nota til að leggja nýja 2.200 metra flugbraut í Nuuk fyrir stærri flugvélar. Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og leiðtogi Siumut-flokksins, tók á móti danska starfsbróður sínum með faðmlagi.Andstæðingar mótmæltu flugvallasamningnum við fundarstaðinn í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Hópur mótmælenda beið þeirra í hjarta Nuuk þar sem skrifað var undir samning um 28 milljarða króna fjárframlag Dana til uppbyggingar alþjóðaflugvalla í Nuuk og Ilulissat, en danska ríkið verður við það þriðjungs eigandi vallanna. Samhliða kosta Grænlendingar sjálfir gerð nýs flugvallar í Qaqortoq. Á mótmælaspjöldum mátti lesa þessi skilaboð til danska forsætisráðherrans: Nýlendustjórn! Farðu heim! Einn fjögurra stjórnarflokka, Partii Naleraq, sá sem ákafast berst fyrir sjálfstæði Grænlands, sleit stjórnarsamstarfinu í fyrradag til að mótmæla aðkomu Dana, sem flokkurinn segir fela í sér afskipti af innanríkismálum Grænlands. Það kom þó ekki í veg fyrir að Kim Kielsen skrifaði undir samkomulagið með stuðningi þriggja stjórnarflokka, en hann þarf nú að afla því meirihlutastuðnings á grænlenska þinginu um leið og hann freistar þess að mynda nýja meirihlutastjórn.Forsætisráðherrar Grænlands og Danmerkur kynntu samninginn á blaðamannafundi í Hans Egede-húsinu í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Samningurinn kveður á um að danska ríkið veiti einnig ríkisábyrgð á lánum til framkvæmdanna frá Norræna fjárfestingabankanum. Áður höfðu birst fréttir af áhyggjum í Danmörku og innan NATO um að Grænlendingar væru að leita til Kínverja um samstarf við flugvallagerðina, en hún er talin afar mikilvæg fyrir framtíð Grænlands. Þannig fór Kim Kielsen í opinbera heimsókn til Kína í fyrra þar sem hann ræddi við þarlenda ráðamenn um þátttöku í innviðauppbyggingu á Grænlandi. Þá hafði Jim Mattis, varnamálaráðherra Bandaríkjanna, í vor varað við áhuga Kínverja á Grænlandi.Nýlendustjórn. Farðu heim. Þessi skilaboð blöstu við danska forsætisráðherranum á mótmælaspjöldum í Nuuk.Mynd/TV-2, Danmörku.Gjafmildi Dana snýst í raun um að halda Kína frá verkefninu, að mati dansks varnarmálasérfræðings. Og Lars Løkke kveðst ekki í vafa um að hann hafi stuðning danska þingsins: „Ef Grænland á verða efnahagslega sjálfstætt, og öflugra, þá verður að fjárfesta. Og fjárfestingar eru ekki eitthvað sem fellur af himnum ofan,“ sagði forsætisráðherra Danmerkur, í samtali við dönsku sjónvarpsstöðina TV-2. Og ekki var stemmningin verri en svo að danski forsætisráðherrann heilsaði upp á mótmælendur í veðurblíðunni í Nuuk og smellti af sér sjálfu, eins og sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15 Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30 Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi Grænlensk stjórnvöld áforma stórfelldar flugvallaframkvæmdir sem gjörbreyta flugsamgöngum við landið og gætu styrkt tengsl Íslands og Grænlands enn frekar. 14. október 2016 20:15
Stækkun Nuuk-flugvallar styrkir tengslin við Ísland Borgarstjórinn í Nuuk sér fram á að fyrirhuguð stækkun flugvallarins þar muni styrkja böndin við Íslendinga enn frekar og efla um leið ferðaþjónustu á Grænlandi. 16. febrúar 2017 20:30
Komu í veg fyrir að Kínverjar keyptu herstöð á Grænlandi Flotastöð danska hersins á Suður-Grænlandi verður opnuð á ný en henni var lokað fyrir fimm árum og hún boðin til sölu. 9. mars 2017 21:00
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15