Kortaþjónustan segir upp meira en tug starfsmanna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. september 2018 06:00 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Viðskipti Kortaþjónustan hefur sagt upp meira en tug starfsmanna eða um fimmtungi starfsmanna fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, vildi ekki staðfesta uppsagnirnar í samtali við Fréttablaðið. „Kortaþjónustan var í mikilli sókn á erlenda markaði og því fylgdi verulegur rekstrar- og hugbúnaðarkostnaður. Við höfum ákveðið að rifa seglin í útrásinni en einbeita okkur aftur að greiðsluþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki. Það kunnum við best og með aðhaldi í kostnaði getum við áfram boðið hagstæðustu kjörin í færsluhirðingu á Íslandi,“ segir Björgvin Skúli sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar. Kortaþjónustan hefur vaxið hratt á umliðnum árum. Til að mynda nánast tvöfölduðust tekjurnar á milli áranna 2016 og 2017 og námu 4,5 milljörðum króna í fyrra. Sama ár var fyrirtækið rekið með 1,6 milljarða króna tapi. Kortaþjónustan stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Það var í ábyrgðum vegna greiðslna fyrir flugferðir sem aldrei voru farnar. Kvika banki og hópur einkafjárfesta keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1,5 milljarða króna í nýtt hlutafé. Á meðal fjárfesta eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, stórir hluthafar í Kviku og VÍS, bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og Sigurður Bollason.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist ortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um. 26. september 2018 06:00