Segir Kínverja skipta sér af komandi kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2018 18:59 Donald Trump á fundi öyrggisráðsins í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag. „Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump. Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það. Kínverjar segja þetta rangt. „Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“ AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum. Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði í dag yfirvöld Kína um að hafa afskipti af þingkosningum Bandaríkjanna í nóvember. Hann segir markmið þeirra vera að grafa undan sér vegna þess hve erfiður hann hefði reynst Kína í viðskiptadeilu ríkjanna. Þetta sagði forsetinn fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem hann stýrði, í dag. „Því miður höfum við komist að því að Kínverjar eru að reyna að hafa afskipti af komandi þingkosningum. Þeir vilja ekki að ég eða við vinnum því ég er fyrsti forsetinn til að standa í hárinu á þeim varðandi viðskipti,“ sagði Trump. Þegar Trump var seinna spurður hvaða sannanir hann hefði fyrir ásökunum sínum svaraði hann: „Fullt af sönnunum,“ en fór ekkert nánar út í það. Kínverjar segja þetta rangt. „Við skiptum okkur ekki af innanríkismálum annarra ríkja og munum ekki gera það,“ sagði Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. „Við ætlum ekki að sætta okkur við slíkar ásakanir gegn Kína og köllum á önnur ríki til að fylgja einnig stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipta sér ekki af innanríkismálum annarra ríkja.“ AP fréttaveitan segir umfangsmiklar vísbendingar bendla yfirvöld Rússlands við að reyna að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Hins vegar hafi bandarískir embættismenn aldrei nefnt Kína í því samhengi.Þó segja embættismenn að Kínverjar geru tíðar tölvuárásir á Bandaríkin og þær beinist sérstaklega gegn varnarmálum Bandaríkjanna og viðskiptaháttum. Þá segir AP að ásökun Trump hafi komið bandarískum embættismönnum í opna skjöldu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira