Velta Kortaþjónustunnar tvöfaldaðist Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. september 2018 06:00 Kortaþjónustan varð fyrir höggi vegna greiðslustöðvunar Monarch. Fréttablaðið/Stefán Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra. Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum króna á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar króna, að því er fram kemur í ársreikningi færsluhirðingarfyrirtækisins fyrir síðasta ár. Kortaþjónustan tapaði 1,6 milljörðum króna í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um, en félagið stóð frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch síðasta haust. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch.Jóhannes Ingi ?Kolbeinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri KortaþjónustunnarFram kemur í ársreikningnum að í kjölfar greiðslustöðvunar flugfélagsins hafi óvissa ríkt um uppgjör á milli Kortaþjónustunnar og kortasamsteypanna Mastercard og VISA en óvissan felst meðal annars í uppgjöri eigna sem standa á móti skuldum vegna færsluhirðingar Monarch. Er heildarfjárhæð óvissra eigna talin nema um 300 milljónum króna en í ársreikningnum er tekið fram að stjórnendur Kortaþjónustunnar hafi unnið náið með kortasamsteypunum til þess að leysa málið. Hafa stjórnendurnir gert „ráðstafanir til tryggingar þeirri óvissu sem kann að tengjast þessum uppgjörum“, eins og það er orðað, en gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör Kortaþjónustunnar vegna greiðslustöðvunar Monarch liggi fyrir í byrjun næsta árs. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eins og Markaðurinn greindi frá í vor gaf færsluhirðingarfyrirtækið út áskriftarréttindi til félaga í eigu annars vegar Gunnars M. Gunnarssonar, fyrrverandi forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, og hins vegar hjónanna Jóhannesar Inga Kolbeinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, og Andreu Kristínar Jónsdóttur að allt að fjórðungshlut í félaginu. Er félögunum tveimur fyrst heimilt að nýta réttindin þann 1. nóvember árið 2020, að því er fram kemur í ársreikningnum, en réttindin gilda til sjö ára frá útgáfu þeirra.
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Tengdar fréttir Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00 Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Geta eignast fjórðungshlut í Kortaþjónustunni Fyrrverandi eigendur Kortaþjónustunnar munu geta eignast allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu samkvæmt breytingum sem gerðar voru á samþykktum færsluhirðingarfyrirtækisins í byrjun ársins. 25. apríl 2018 06:00
Gísli Heimisson til Kortaþjónustunnar Gísli Heimisson hefur verið ráðinn forstöðumaður hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, samkvæmt upplýsingum Markaðarins, en hann hafði verið framkvæmdastjóri MainManager frá júní 2017. 7. febrúar 2018 09:45
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Kvika og fjárfestar keyptu Kortaþjónustuna á eina krónu Kvika og hópur fjárfesta lögðu Kortaþjónustunni til 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Eigendur voru langt komnir í viðræðum um sölu á félaginu fyrir 10 milljarða. 8. nóvember 2017 06:30