Leggja til að nýr flugvöllur Nuuk verði metnaðarfyllri Kristján Már Unnarsson skrifar 24. september 2018 20:30 Teikning af Nuuk-flugvelli eftir stækkun á núverandi stað upp í 2.200 metra, eins og grænlensk stjórnvöld hafa stefnt að. GRAFÍK/KALAALIT AIRPORTS. Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Skyndilegur áhugi Bandaríkjamanna og Dana á flugvallauppbyggingu á Grænlandi hefur nú orðið til þess að grænlenskir stjórnmálamenn leggja núna til að nýr Nuuk-flugvöllur verði mun stærri en áður var áformað. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Aðalflugvöllur Grænlands í Kangerlussuaq, áður Syðri-Straumfirði, var lagður af Bandaríkjaher á stríðsárunum. Þar sem hann er fjarri helstu byggðum þjónar hann illa grænlensku samfélagi. Grænlendinga hefur því lengi dreymt um að byggja upp nýtt flugvallakerfi. Þar er lykilatriðið að höfuðstaðurinn Nuuk fái flugvöll sem geti tekið við farþegaþotum í millilandaflugi. Flugbrautin þar er rétt við bæinn og aðþrengd og aðeins 950 metra löng. Áform grænlenskra stjórnvalda miða við að í stað hennar komi 2.200 metra löng flugbraut á sama stað, sem er álíka og Egilsstaðaflugvöllur. Það hafa raunar einnig verið uppi hugmyndir um annað og betra flugvallarstæði á eyju úti fyrir Nuuk, sem gefur færi á tveimur 3.000 metra löngum flugbrautum, en það er sama stærð og Keflavíkurflugvöllur. Sú tillaga hefur þótt óraunhæf vegna kostnaðar enda þyrfti þá einnig neðansjávargöng og brýr til að tengja eyjuna við land.Tillaga um Nuuk-flugvöll með tveimur 3.000 metra brautum neðst til hægri. Núverandi flugvöllur er í jaðri Nuuk lengst til vinstri. Hugmyndin um flugvöll á eyju birtist í skýrslu frá Tegnestuen Nuuk árið 2000.Kort/Tegnestuen Nuuk.En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir tveimur vikum mætti forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, til Nuuk til að skrifa upp á samning um tugmilljarða stuðning Dana við flugvallagerðina. Í síðustu viku lýsti svo varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna yfir vilja til þess að Bandaríkjamenn myndu einnig leggja fé í verkefnið. Skyndilega sjá Grænlendingar nú fram á að geta fengið meira fé til flugvallagerðar en þeir áttu von á. Viðbrögðin má þegar sjá meðal grænlenskra þingmanna en einn flokkurinn, Samarbejdspartiet, hefur nú lagt til að Grænlendingar hugsi stærra og verði metnaðarfyllri í flugvallarmálum. Flokkurinn vill dusta rykið af eyjahugmyndinni og fá 3.000 metra flugbraut. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Tengdar fréttir Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45