Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 18:45 Fyrirsagnir nokkurra fjölmiðla í Bretlandi. Skjáskot Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eru fréttirnar allar í nokkrum æsifréttastíl og fyrirsagnirnar eftir því. Fréttirnar eru byggðar á frétt Sunday Times en eldfjallafræðingurinn Evgenia Ilyinskaya gagnrýnir þá grein harðlega, engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um að gos í Kötlu sé yfirvofandi. „Íslenskt risaeldfjall við það að gjósa“ segir í fyrirsögn Daily Mail á frétt miðilsins sem birtist nú síðdegis. „Eldgos YFIRVOFANDI í eldfjallinu Kötlu sem hótar ringulreið um alla Evrópu“ segir fyrirsögn Sunday Express. Daily Mirror tekur í sama streng og Daily Mail og The Sun skrifar að Katla sé við það að gjósa í eldgosi sem muni skyggja mjög á eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Fáir blaðamenn virðast þó vera áhugasamari um Kötlu en blaðamenn Evening Standard. Á vefsíðu blaðsins má nálgast beina lýsingu og uppfærslu á fréttum vegna Kötlu.Sem áður segir eru fréttirnar allar byggðar áfrétt breska blaðsins Sunday Timesþar sem rætt er við sérfræðinga, meðal annars hjá Veðurstofu Íslands. Fyrirsögn blaðsins er á þá leið að Katla sé við það að fara að gjósa, þrátt fyrir að haft sé eftir sérfræðingi hjá Veðurstofunni að engin leið sé að vita hvenær Katla muni gjósa, bara að hún muni gera það á einhverjum tímapunkti.Frétt Sunday Times.Mynd/SkjáskotÍ fréttinni er meðal annars vitnað í nýlega grein Evgeniu sem starfar sem eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds en hún, ásamt breskum vísindamönnum, kannaði gasútstreymi frá Kötlu og í ljós kom að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Því þyrfti að fylgjast vel með henni og gera frekari rannsóknir til þess að varpa ljósi á því hvað væri að orsaka flæðið.Líkt og Magnús Tumi Guðmundssonjarðeðlisfræðingur benti á nýlega segir þó hvergi í grein Evgeniuog félaga að niðurstöður rannsóknar þeirra gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stór það gos verði.Rætt er við Evgeniu í frétt Sunday Times og þar er haft eftir henni að ef Katla myndi gjósa myndi öskustrókurinn verða mun umfangsmeiri en í Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010, þar sem hraunstreymið þyrfti að brjóta sér leið í gegnum mjög þykkan jökul ofan á Kötlu. Útgangspunktur greinarinn er einmitt sá að muni Katla gjósa muni það verða á mun stærri skala en gosið í Eyjafjallajökli og virðist blaðið hafa miklar áhyggjur af mögulegum áhrifum sem það muni hafa á samgöngur í Evrópu. Katla undir Mýrdalsjökli.Haraldur GuðjónssonSegir sorglegt að sjá efnistök Sunday Times Evgenia er raunar mjög ósátt við fréttaflutning Sunday Times og þá mynd sem máluð sé af Kötlu í fréttinni, sem og rannsóknum vísindamannanna. Í færslu á Facebook í dag segist Evgenia hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fréttina. Hún hafi sérstaklega tekið það fram við blaðamanninn að vísindamenn væru í engri stöðu til þess að geta sagt að Katla „væri við það að gjósa“ né að kvikusöfnun væri hafin. Þá segist hún einnig hafa tekið fram að viðlíka samgöngutruflanir og urðu árið 2010 um Evrópu þegar Eyjafjallajökull gaus væru ekki líklegar til þess að eiga sér stað ef Katla myndi gjósa. Segir hún að fyrirsögn blaðsins standist hreinlega ekki nánari skoðun og að snúið hafi verið út úr orðum hennar og rangt sé haft eftir henni í fréttinni. „Sorglegt að sjá að Sunday Times sé farið sömu leið og ruslblöðin,“ skrifar Evgeniya og er þar væntanlega að tala um blöðin sem gripu umfjöllun Sunday Times á lofti, enda ekki í fyrsta sinn sem þau slá upp yfirvofandi hamfaragosi á Íslandi, án þess endilega að fyrir því sé mikil innistæða. Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eru fréttirnar allar í nokkrum æsifréttastíl og fyrirsagnirnar eftir því. Fréttirnar eru byggðar á frétt Sunday Times en eldfjallafræðingurinn Evgenia Ilyinskaya gagnrýnir þá grein harðlega, engin innistæða sé fyrir fullyrðingum um að gos í Kötlu sé yfirvofandi. „Íslenskt risaeldfjall við það að gjósa“ segir í fyrirsögn Daily Mail á frétt miðilsins sem birtist nú síðdegis. „Eldgos YFIRVOFANDI í eldfjallinu Kötlu sem hótar ringulreið um alla Evrópu“ segir fyrirsögn Sunday Express. Daily Mirror tekur í sama streng og Daily Mail og The Sun skrifar að Katla sé við það að gjósa í eldgosi sem muni skyggja mjög á eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. Fáir blaðamenn virðast þó vera áhugasamari um Kötlu en blaðamenn Evening Standard. Á vefsíðu blaðsins má nálgast beina lýsingu og uppfærslu á fréttum vegna Kötlu.Sem áður segir eru fréttirnar allar byggðar áfrétt breska blaðsins Sunday Timesþar sem rætt er við sérfræðinga, meðal annars hjá Veðurstofu Íslands. Fyrirsögn blaðsins er á þá leið að Katla sé við það að fara að gjósa, þrátt fyrir að haft sé eftir sérfræðingi hjá Veðurstofunni að engin leið sé að vita hvenær Katla muni gjósa, bara að hún muni gera það á einhverjum tímapunkti.Frétt Sunday Times.Mynd/SkjáskotÍ fréttinni er meðal annars vitnað í nýlega grein Evgeniu sem starfar sem eldfjallafræðingur við Háskólann í Leeds en hún, ásamt breskum vísindamönnum, kannaði gasútstreymi frá Kötlu og í ljós kom að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Því þyrfti að fylgjast vel með henni og gera frekari rannsóknir til þess að varpa ljósi á því hvað væri að orsaka flæðið.Líkt og Magnús Tumi Guðmundssonjarðeðlisfræðingur benti á nýlega segir þó hvergi í grein Evgeniuog félaga að niðurstöður rannsóknar þeirra gefi til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stór það gos verði.Rætt er við Evgeniu í frétt Sunday Times og þar er haft eftir henni að ef Katla myndi gjósa myndi öskustrókurinn verða mun umfangsmeiri en í Eyjafjallajökulsgosinu árið 2010, þar sem hraunstreymið þyrfti að brjóta sér leið í gegnum mjög þykkan jökul ofan á Kötlu. Útgangspunktur greinarinn er einmitt sá að muni Katla gjósa muni það verða á mun stærri skala en gosið í Eyjafjallajökli og virðist blaðið hafa miklar áhyggjur af mögulegum áhrifum sem það muni hafa á samgöngur í Evrópu. Katla undir Mýrdalsjökli.Haraldur GuðjónssonSegir sorglegt að sjá efnistök Sunday Times Evgenia er raunar mjög ósátt við fréttaflutning Sunday Times og þá mynd sem máluð sé af Kötlu í fréttinni, sem og rannsóknum vísindamannanna. Í færslu á Facebook í dag segist Evgenia hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með fréttina. Hún hafi sérstaklega tekið það fram við blaðamanninn að vísindamenn væru í engri stöðu til þess að geta sagt að Katla „væri við það að gjósa“ né að kvikusöfnun væri hafin. Þá segist hún einnig hafa tekið fram að viðlíka samgöngutruflanir og urðu árið 2010 um Evrópu þegar Eyjafjallajökull gaus væru ekki líklegar til þess að eiga sér stað ef Katla myndi gjósa. Segir hún að fyrirsögn blaðsins standist hreinlega ekki nánari skoðun og að snúið hafi verið út úr orðum hennar og rangt sé haft eftir henni í fréttinni. „Sorglegt að sjá að Sunday Times sé farið sömu leið og ruslblöðin,“ skrifar Evgeniya og er þar væntanlega að tala um blöðin sem gripu umfjöllun Sunday Times á lofti, enda ekki í fyrsta sinn sem þau slá upp yfirvofandi hamfaragosi á Íslandi, án þess endilega að fyrir því sé mikil innistæða.
Eldgos og jarðhræringar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59