Frestar opinberun gagna sem Fox-liðar sannfærðu forsetann um að opinbera Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 16:28 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað opinberun skjala og gagna frá Rússarannsókninni svokölluðu. Það gerði hann eftir að bandamenn Bandaríkjanna lýstu yfir áhyggjum vegna opinberunarinnar. Gagnrýnendur Trump segja að hún gæti varpað ljósi á þær leiðir sem leyniþjónustur Bandaríkjanna og bandamenn Bandaríkjanna nota til að afla upplýsinga. Innra eftirliti Dómsmálaráðuneytisins hefur verið gert að fara yfir gögnin sem til stendur að opinbera og hvort rétt sé að opinbera þau. Trump sjálfur sagði frá þessu á Twitter í dag þar sem hann sagði einnig að hann teldi að töfin yrði einungis til skamms tíma. Hann sagði að starfsmenn ráðuneytisins hefðu tilkynnt honum að opinberunin gæti komið niður á Rússarannsókninni, sem meðal annars snýr að Trump sjálfum og hvort framboð hans hjálpaði Rússum við afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Hins vegar sagðist hann svipt hulunni af skjölunum sjálfur ef til þess kæmi og að það væri mikilvægt fyrir sig, og alla, að þetta gengi hratt fyrir sig.I met with the DOJ concerning the declassification of various UNREDACTED documents. They agreed to release them but stated that so doing may have a perceived negative impact on the Russia probe. Also, key Allies’ called to ask not to release. Therefore, the Inspector General..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018....has been asked to review these documents on an expedited basis. I believe he will move quickly on this (and hopefully other things which he is looking at). In the end I can always declassify if it proves necessary. Speed is very important to me - and everyone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 21, 2018 Trump hefur viðurkennt að hann hafi ekki skoðað umrædd skjöl, né viti hann hvað þau innihaldi. Hins vegar sagði hann að fjöldi fólks, sem hann bæri virðingu fyrir, hefðu beðið hann um að opinbera skjölin. Sem dæmi nefndi hann „hinn frábæra Lou Dobbs, hinn frábæra Sean Hannity og hina æðisleg frábæru Jeanine Pirro“.Öll eiga þau sameiginlegt að vera þáttastjórnendur á hjá Fox, uppáhalds sjónvarpsstöð forestans, og hans helstu verjendur. Trump horfir mikið á Fox og tíst hans eru oft í takti við þá þætti sem hann horfir á. Þá talast Trump og Hannity reglulega við í síma og fregnir hafa borist af því að Hannity ráðleggi forsetanum um mikilvæg málefni. Til marks um samband Trump við Fox má benda á að síðan hann tók við embætti forseta hefur hann farið í margfalt fleiri viðtöl þar en hjá öllum hinum sjónvarpsstöðvunum samanlagt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Ný víglína í gömlu stríði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað að gögn sem tengjast Rússarannsókninni svokölluðu, rannsókn Robert Mueller á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, verði gerð opinber. 19. september 2018 15:00