Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2018 20:23 Kellyanne Conway er einn nánasti ráðgjafi Bandaríkjaforseta, sem ítrekað hefur verið sakaður um kynferðisofbeldi gegn konum. Getty/Alex Wong Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. Conway lýsti þessu yfir í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN þar sem hún ræddi ásakanir um kynferðisbrot á hendur Brett Kavanaugh, dómaraefnis Trumps til Hæstaréttar. „Ég finn hreinskilnislega mjög til með þolendum kynferðisofbeldis og kynferðislegrar áreitni og nauðgana,“ sagði Conway í þættinum State of the Union. Hún gerði að því búnu hlé á máli sínu og ræskti sig. „Ég er þolandi kynferðisofbeldis. Ég ætlast ekki til þess að Kavanaugh eða Jake Trapper eða Jeff Flake eða nokkur annar sé gerður ábyrgur fyrir því. Maður verður að bera ábyrgð á eigin hegðun,“ bætti hún svo við..@KellyannePolls to @jaketapper: "I'm a victim of sexual assault." #CNNSOTU pic.twitter.com/ZQcmnFIicQ— State of the Union (@CNNSotu) September 30, 2018 Stjórnandi þáttarins, Jake Tapper, sagði að honum þætti það miður að Conway hafi verið beitt kynferðisofbeldi. Hann benti þó á að Conway starfaði fyrir mann, Trump, sem hefði ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi. Conway bað Tapper að bendla ekki ásakanir á hendur Trump við ofbeldið sem hún hafi verið beitt. „Ég starfa fyrir Trump vegna þess að hann er svo góður við konurnar sem vinna fyrir hann og hann er svo góður við konur þessa lands,“ bætti hún við. Conway kom Christine Blasey Ford, fyrstu konunni af þremur sem sakaði Kavanaugh um kynferðisofbeldi, einnig til varnar og sagði að þó að hún tryði því ekki að Kavanaugh hefði ráðist á hana gæti vel verið að einhver annar hefði gert það. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisofbeldi en tilnefning hans til Hæstaréttar var samþykkt í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings á föstudag, að loknum vitnisburði bæði Kavanaugh og Ford. Þá var samþykkt að Bandaríska alríkislögreglan hæfi vikulanga rannsókn á ásökunum á hendur Kavanaugh. Kosið verður um tilefningu hans í öldungadeildinni næsta föstudag.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Matt Damon lék reiðan og sáran Brett Kavanaugh Líkt Kavanaugh var Damon nokkuð tilfinningaríkur í túlkun sinni. 30. september 2018 07:53
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30