Söguleg aðalmeðferð hjá Hreiðari Má í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 08:00 Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið tíður gestur í dómsal undanfarin ár. Hann hefur samanlagt hlotið sjö ára fangelsisdóm en enginn bankamaður hefur hlotið þyngri dóm. fréttablaðið/gva Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða síðasta hrunmálið, þ.e. síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengdu meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hreiðar Már er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita hans eigin einkahlutafélagi, Hreiðar Már Sigurðsson ehf, kúlulán upp á 575 milljónir króna án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Þetta kemur fram í ákærunni. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik. Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Hreiðar Már og Guðný Arna neituðu sök við þingfestingu málsins haustið 2016.Björn Þorvaldsson er saksóknari í málinu.fréttablaðið/ernir324 milljónir runnu inn á reikning Hreiðars Más Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246 milljónir króna. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar, eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir.Hreiðar Már Sigurðsson neitaði sök við þingfestingu málsins haustið 2016.fréttablaðið/eyþór200 mál á borði sérstaks saksóknara Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskrifað þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Fimm mál eru enn til meðferðar hjá dómstólum; fjögur fyrir Landsrétti og eitt fyrir héraðsdómi. Mál Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu ljúki á morgun. Hrunið Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. 4. október 2016 07:00 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða síðasta hrunmálið, þ.e. síðustu ákæruna sem héraðssaksóknari, áður sérstakur saksóknari, gaf út tengdu meintum brotum í bankakerfinu á árunum fyrir hrun bankanna haustið 2008. Hreiðar Már er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann veita hans eigin einkahlutafélagi, Hreiðar Már Sigurðsson ehf, kúlulán upp á 575 milljónir króna án þess að fyrir lægi samþykki stjórnar bankans fyrir láninu og án fullnægjandi trygginga fyrir endurgreiðslu lánsins. Þetta kemur fram í ákærunni. Hreiðar Már er ákærður fyrir umboðs-og innherjasvik. Guðný er ákærð fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum með því að hafa veitt liðsinni við að koma þeim fram. Einkum með fyrirmælum og samskiptum við lægra setta starfsmenn bankans síðari hluta ágústmánaðar 2008 vegna viðskipta einkahlutafélags Hreiðars Más með hlutabréfin í Kaupþingi. Hreiðar Már og Guðný Arna neituðu sök við þingfestingu málsins haustið 2016.Björn Þorvaldsson er saksóknari í málinu.fréttablaðið/ernir324 milljónir runnu inn á reikning Hreiðars Más Samkvæmt ákæru var kúlulánið sem einkahlutafélag Hreiðars Más fékk þann 6. ágúst 2008 notað til að kaupa af honum sjálfum hlutabréf sem hann hafði keypt sama dag samkvæmt kauprétti á 303 krónur á hlut, eða fyrir samtals 246 milljónir króna. Einkahlutafélagið keypti bréfin hins vegar á 704 krónur á hlut, samtals rúmlega hálfan milljarð sem er sama upphæð og kúlulánið nam. Mismunurinn, eða 324 milljónir króna, runnu síðan inn á bankareikning Hreiðars Más þann 19. ágúst 2008 og stóð ákærða eftir það til frjálsrar ráðstöfunar, eins og segir í ákæru. Kúlulánið var á eindaga þann 11. ágúst 2011 en einkahlutafélag Hreiðars var tekið til gjaldþrotaskipta í apríl sama ár. Arion banki var þá orðinn kröfuhafi lánsins og lýsti kröfu upp á rúmar 800 milljónir með áföllum vöxtum og kostnaði. Upp í kröfuna fengust hins vegar aðeins 1,6 milljónir.Hreiðar Már Sigurðsson neitaði sök við þingfestingu málsins haustið 2016.fréttablaðið/eyþór200 mál á borði sérstaks saksóknara Skiptum á búinu lauk í janúar 2014 og var það afskrifað þann 30. janúar það ár. Í ákæru héraðssaksóknara segir að eftirstöðvar lánsins megist „telja að fullu glataðar.“ Af þeim 202 málum sem komu inn á borð sérstaks saksóknara var rannsókn hætt í 84 málum. Átján mál voru felld niður að lokinni rannsókn og 22 mál voru sameinuð öðrum málum. Fjögur voru send til annarra embætta, sjö voru flokkuð sem aðstoð við yfirvöld og ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Fimm mál eru enn til meðferðar hjá dómstólum; fjögur fyrir Landsrétti og eitt fyrir héraðsdómi. Mál Hreiðars Más og Guðnýjar Örnu. Reiknað er með því að aðalmeðferð í málinu ljúki á morgun.
Hrunið Tengdar fréttir Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50 Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21 Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. 4. október 2016 07:00 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Hreiðar Már ákærður fyrir innherjasvik Héraðssaksóknari hefur ákært Hreiðar Má Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Kaupþings fyrir umboðs- og innherjasvik. Guðný Arna Sveinsdóttir fyrrverandi fjármálastjóri Kaupþings er einnig ákærð. 27. september 2016 12:50
Hreiðar Már á að hafa stefnt fé Kaupþings í hættu þegar einkahlutafélagið hans fékk kúlulán upp á hálfan milljarð Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé banakns í verulega hættu í ákæru héraðssaksóknara vegna umboðs-og innherjasvika. 27. september 2016 14:21
Hreiðar Már og Guðný neita sök í nýju Kaupþingsmáli Hreiðar og Guðný eru ákærð fyrir umboðs- og innherjasvik. 4. október 2016 07:00