HM-farar gætu brunnið inni með rúblurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2018 15:42 Þessir Rússlandsfarar gætu þurft að drífa sig í banka, vilji þeir fá íslenskar krónur fyrir rússnesku rúblurnar sínar. Vísir/vilhelm Af stóru bönkunum þremur býður Landsbankinn einn upp á það að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur. Það verður þó líklega ekki til framtíðar og því gætu Rússlandsfarar verið að brenna inni með rúblurnar sínar. Vísir fékk ábendingu frá einstaklingi sem lagt hafði leið sína á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi síðasta sumar. Hann hafði tekið út rúblur í þarlendum hraðbanka sem Rússlandsfarinn vildi svo skipta yfir í íslenskar krónur þegar heim var komið. Það hafi hins vegar ekki verið hlaupið að því. Eftir flakk á milli bankaútibúa og mikið japl, jaml og fuður hafi hann hins vegar loks fengið krónur í hendurnar. Upplýsingafulltrúar Arion og Íslandsbanka segja að bankarnir tveir bjóði almennt ekki upp á rúblur og skipti þeim því ekki yfir í íslenskar krónur. Almennt sé lítil eftirspurn eftir gjaldmiðlinum og því hafi bankarnir ekki verið að kaupa þær eða selja. Hið sama megi segja um aðrar myntir sem lítil eftirspurn sé eftir. Landsbankinn tekur hins vegar sem stendur við rúblum, að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Hins vegar séu lítil viðskipti með myntina, eins og hinir upplýsingafulltrúarnir tveir nefndu, og því ætti ekki að koma á óvart ef Landsbankinn muni á einhverjum tímapunkti hætta að versla með rúblur. Rússlandsfarar sem vilja næla sér í krónur ættu því að koma með rúblurnar sínar í næsta útibú fyrr en síðar. HM 2018 í Rússlandi Neytendur Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Af stóru bönkunum þremur býður Landsbankinn einn upp á það að skipta rússneskum rúblum yfir í íslenskar krónur. Það verður þó líklega ekki til framtíðar og því gætu Rússlandsfarar verið að brenna inni með rúblurnar sínar. Vísir fékk ábendingu frá einstaklingi sem lagt hafði leið sína á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi síðasta sumar. Hann hafði tekið út rúblur í þarlendum hraðbanka sem Rússlandsfarinn vildi svo skipta yfir í íslenskar krónur þegar heim var komið. Það hafi hins vegar ekki verið hlaupið að því. Eftir flakk á milli bankaútibúa og mikið japl, jaml og fuður hafi hann hins vegar loks fengið krónur í hendurnar. Upplýsingafulltrúar Arion og Íslandsbanka segja að bankarnir tveir bjóði almennt ekki upp á rúblur og skipti þeim því ekki yfir í íslenskar krónur. Almennt sé lítil eftirspurn eftir gjaldmiðlinum og því hafi bankarnir ekki verið að kaupa þær eða selja. Hið sama megi segja um aðrar myntir sem lítil eftirspurn sé eftir. Landsbankinn tekur hins vegar sem stendur við rúblum, að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Hins vegar séu lítil viðskipti með myntina, eins og hinir upplýsingafulltrúarnir tveir nefndu, og því ætti ekki að koma á óvart ef Landsbankinn muni á einhverjum tímapunkti hætta að versla með rúblur. Rússlandsfarar sem vilja næla sér í krónur ættu því að koma með rúblurnar sínar í næsta útibú fyrr en síðar.
HM 2018 í Rússlandi Neytendur Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira