Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 11:02 Nabakowski-bræðurnir í héraðsdómi. Vísir Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016. Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski hafa stefnt ríkinu og krafist skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. Bræðurnir krefjast báðir tveggja milljóna króna, auk þess að ríkið greiði málskostnað og kostnað vegna lögmannsþjónustu. Bræðurnir voru handteknir þann 7. júní á síðasta ári eftir lát Arnar Jónssonar Aspar við heimili sitt að Æsustöðum í Mosfellsdal. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en síðar sleppt þann 15. júní. Sveinn Gestur Tryggvason var að lokum einn ákærður í málinu og dæmdur í sex ára fangelsi.Hefði átt að vera ljóst frá fyrstu skýrslutöku Í stefnum bræðranna, sem Vísir hefur undir höndum, segir að málið hafi reynst tilefnislaust líkt og bræðurnir hafi haldið fram allt frá upphafi. Það hafi verið augljóst frá fyrstu skýrslutöku og í kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald, þar sem bræðurnir hafi verið farnir af vettvangi þegar til átakanna kom sem leiddu til dauða Arnars. „Þetta eru alvarlegar sakargiftir og þungbært fyrir hvern sem er að sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessa. Af fjölmiðlaumfjöllun má jafnframt sjá, að málið olli [umbjóðanda] mínum miklum miska. Þegar sama kvöld var hann nafngreindur í fjölmiðlum. Við þessu mátti búast,“ segir í stefnunum. Þá hafi þeir verið kallaðir morðingjar á athugasemdakerfum fjölmiðla.Andleg líðan mjög slæm Í stefnunum segir að bræðurnir hafi verið í fullu starfi á þeim tíma sem málið kom upp en að enginn hafi viljað ráða þá í vinnu síðan. Þeir hafi ítrekað reynt að fá íbúð en um leið og þeir kynni sig slíti fólk samtalinu. Þá segir að andleg líðan bræðranna við það að sitja í gæsluvarðhaldi, sakaðir um verknaðinn, hafi verið mjög slæm. Miski þeirra sé mikill „og ber að bæta hann eftir því sem sanngjarnt þykir“. Áður höfðu bræðurnir, sem störfuðu fyrir Svein Gest sumarið 2017, báðir verið dæmdir fyrir brot gegn hegningarlögum. Marcin hlaut þriggja ára dóm en Rafal tveggja og hálfs árs dóm fyrir skotárás við Leifasjoppu í Breiðholti í ágúst 2016.
Dómsmál Tengdar fréttir Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37 Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18 Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Landsréttur breytir lítillega refsingu Nabakowski-bræðra Sakfelldir fyrir skotárás. 18. maí 2018 15:37
Nabakowski-bræðurnir saklausir hvort sem fólki líki betur eða verr Það hefur auðvitað verið mjög þungbært fyrir þá að vera í gæsluvarðhaldi í þennan tíma, vitandi að fjallað væri um þá á óvæginn hátt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum, segir Þórður Már Jónsson, lögmaður bræðranna. 15. júní 2017 15:18
Manndráp í Mosfellsdal: Fjórum sakborninganna sleppt úr haldi Fjórum sakborningum af sex, sem handteknir voru grunaðir um aðild að manndrápinu í Mosfellsdal í síðustu viku, var sleppt úr haldi lögreglu skömmu eftir hádegi í dag. 15. júní 2017 14:36