Ógilda samruna apóteka Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2018 17:57 Til stóð að sameina Apótekarann og Apótek MOS Í Mosfellsbæ. Fréttablaðið/Stefán Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu þar sem er rakið að Lyf og Heilsa reki 30 apótek um landi, annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa því einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna ehf. rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. Það apótek var opnað um mitt ár 2016. Áður en Apótek MOS hóf starfsemi var eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótekarinn í eigu Lyf og heilsu. Eru Apótek MOS og Apótekarinn einu lyfjaverslanirnar í Mosfellsbæ í dag. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins sýnir að innkoma Apóteks MOS hafði mjög góð áhrif á samkeppni á svæðinu. Bauð Apótek MOS upp á nýja þjónustu í formi skipulags verslunarinnar og aðstoðar lyfjafræðinga. Einnig var opnunartími lengri en áður hafði tíðkast í Mosfellsbæ. Sýna gögn málsins að neytendur tóku þessum nýja valkosti vel og hafði samkeppni frá Apóteki MOS veruleg áhrif á rekstur Apótekarans í Mosfellsbæ. Upplýst er í málinu að Lyf og heilsa setti sig í samband við forsvarsmann Apóteks MOS um möguleg kaup á félaginu og samningar náðust. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að mati Samkeppniseftirlitsins. Tók Samkeppniseftirlitið til rannsóknar að hvaða marki apótek í nágrannasveitarfélögum gætu veitt samkeppnislegt aðhald. Lét eftirlitið framkvæma neytendakönnun í Mosfellsbæ og setti sig í samband við fjölda lyfsöluleyfishafa á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í Mosfellsbæ er mjög staðbundin. Þannig sýnir rannsóknin að staðsetning apóteka hefur mikil áhrif á val viðskiptavina á apóteki. Neytendur kjósa almennt að eiga viðskipti við apótek sem eru sem næst heilsugæslustöðvum/læknastofum eða heimilum þeirra. Á þetta ekki síst við í tilviki aldraðra eða þegar aðkallandi er að fá lyf í hendur. Í samræmi við þetta sýndi rannsóknin að hátt hlutfall viðskiptavina apótekanna í Mosfellsbæ eru Mosfellingar, auk þess sem nokkuð langt er í önnur apótek. Af þessu leiðir að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni. Lyf Mosfellsbær Samkeppnismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eftirlitinu þar sem er rakið að Lyf og Heilsa reki 30 apótek um landi, annars vegar undir heitinu Lyf og heilsa og hins vegar Apótekarinn. Eru Lyf og heilsa því einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Opna ehf. rekur eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótek MOS. Það apótek var opnað um mitt ár 2016. Áður en Apótek MOS hóf starfsemi var eitt apótek í Mosfellsbæ, Apótekarinn í eigu Lyf og heilsu. Eru Apótek MOS og Apótekarinn einu lyfjaverslanirnar í Mosfellsbæ í dag. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins sýnir að innkoma Apóteks MOS hafði mjög góð áhrif á samkeppni á svæðinu. Bauð Apótek MOS upp á nýja þjónustu í formi skipulags verslunarinnar og aðstoðar lyfjafræðinga. Einnig var opnunartími lengri en áður hafði tíðkast í Mosfellsbæ. Sýna gögn málsins að neytendur tóku þessum nýja valkosti vel og hafði samkeppni frá Apóteki MOS veruleg áhrif á rekstur Apótekarans í Mosfellsbæ. Upplýst er í málinu að Lyf og heilsa setti sig í samband við forsvarsmann Apóteks MOS um möguleg kaup á félaginu og samningar náðust. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að mati Samkeppniseftirlitsins. Tók Samkeppniseftirlitið til rannsóknar að hvaða marki apótek í nágrannasveitarfélögum gætu veitt samkeppnislegt aðhald. Lét eftirlitið framkvæma neytendakönnun í Mosfellsbæ og setti sig í samband við fjölda lyfsöluleyfishafa á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í Mosfellsbæ er mjög staðbundin. Þannig sýnir rannsóknin að staðsetning apóteka hefur mikil áhrif á val viðskiptavina á apóteki. Neytendur kjósa almennt að eiga viðskipti við apótek sem eru sem næst heilsugæslustöðvum/læknastofum eða heimilum þeirra. Á þetta ekki síst við í tilviki aldraðra eða þegar aðkallandi er að fá lyf í hendur. Í samræmi við þetta sýndi rannsóknin að hátt hlutfall viðskiptavina apótekanna í Mosfellsbæ eru Mosfellingar, auk þess sem nokkuð langt er í önnur apótek. Af þessu leiðir að samruni umræddra apóteka myndi valda viðskiptavinum þeirra verulegu samkeppnislegu tjóni.
Lyf Mosfellsbær Samkeppnismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira