Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2018 16:23 Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, (t.v.) með Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. Vísbendingar eru um að mennirnir sem Tyrkir segja að hafi drepið Khashoggi tengist krónprinsinum. Vísir/EPA Hópur manna sem tyrknesk yfirvöld fullyrða að hafi ráðið sádiarabískum blaðamanni bana á ræðisskrifstofu í Istanbúl tengist leyniþjónustu Sádi-Arabíu og Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist ekki hafa rætt staðreyndir málsins við konung Sádi-Arabíu á fundir þeirra í gær. Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, sádiarabísks blaðamanns og gagnrýnanda stjórnvalda í heimalandinu, frá því að hann gekk inn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir tveimur vikum. Tyrknesk yfirvöld segja að hann hafi verið myrtur á skrifstofunni og lík hans bútað niður. Hópur fimmtán manna hafi komið sérstaklega til landsins til þess að myrða Khashoggi. Tyrkir hafa birt ljósrit af vegabréfum sjö þeirra. Washington Post segir ellefu þeirra tengist sádiarabísku leyniþjónustunni. Khashoggi var pistlahöfundur fyrir blaðið en hann var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum.New York Times fullyrðir að í það minnsta einn mannanna hafi ferðast reglulega með bin Salman krónprinsi. Þrír aðrir séu hluti af lífvarðasveit prinsins. Sádar hafa fram að þessu neitað harðlega að hafa komið nokkuð nærri mögulegum dauða Khashoggi. Nú telja bandarískir embættismenn hins vegar að þeir ætli að viðurkenna ábyrgð á dauða hans með þeim fyrirvara að krónprinsinn hafi ekki haft nokkuð með hann að gera.Vilja gefa Sádum tækifæri til að ljúka rannsókn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur reynt að gera lítið úr mögulegri ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi. Leiddi hann líkur að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað hafa ráðið honum bana. Í gær kvartaði forsetinn undan því að Sádar væru álitnir „sekir þar til sakleysi þeirra væri sannað“ og vísaði þar til ásakana á hendur hæstaréttardómaraefnis hans um kynferðislegt ofbeldi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með Salman konungi Sádi-Arabíu í gær. Eftir hann sagði ráðherrann að Sádar hefðu lofað ítarlegri rannsókn á hvarfi Khashoggi og að sá sem bæri ábyrgð á því yrði dreginn til refsingar. Gefa ætti Sádum nokkurra daga svigrúm til að ljúka rannsókninni. Þegar fréttamenn spurðu Pompeo hvort að Sádarnir hefðu sagt hvort Khashoggi væri lífs eða liðinn vildi ráðherrann ekki fara nánar út í það og virtist upplýsa að viðmælendur hans hafi ekki sagt honum margt. „Ég vil ekki tala um neinar staðreyndanna. Þeir vildu ekki ræða um þær heldur að því leyti að þeir vilja fá tækifæri til þess að ljúka þessari rannsókn á ítarlegan hátt“Asked if Saudi officials told him whether Jamal Khashoggi is alive, Sec. of State Mike Pompeo says, "I don't want to talk about any of the facts. They didn't want to either, in that they want to have the opportunity to complete this investigation." https://t.co/T1MDf6NA6b pic.twitter.com/wfKJHgnqEL— ABC News (@ABC) October 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur. 16. október 2018 11:15 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Hópur manna sem tyrknesk yfirvöld fullyrða að hafi ráðið sádiarabískum blaðamanni bana á ræðisskrifstofu í Istanbúl tengist leyniþjónustu Sádi-Arabíu og Mohammed bin Salman, krónprinsi landsins. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist ekki hafa rætt staðreyndir málsins við konung Sádi-Arabíu á fundir þeirra í gær. Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, sádiarabísks blaðamanns og gagnrýnanda stjórnvalda í heimalandinu, frá því að hann gekk inn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl fyrir tveimur vikum. Tyrknesk yfirvöld segja að hann hafi verið myrtur á skrifstofunni og lík hans bútað niður. Hópur fimmtán manna hafi komið sérstaklega til landsins til þess að myrða Khashoggi. Tyrkir hafa birt ljósrit af vegabréfum sjö þeirra. Washington Post segir ellefu þeirra tengist sádiarabísku leyniþjónustunni. Khashoggi var pistlahöfundur fyrir blaðið en hann var í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum.New York Times fullyrðir að í það minnsta einn mannanna hafi ferðast reglulega með bin Salman krónprinsi. Þrír aðrir séu hluti af lífvarðasveit prinsins. Sádar hafa fram að þessu neitað harðlega að hafa komið nokkuð nærri mögulegum dauða Khashoggi. Nú telja bandarískir embættismenn hins vegar að þeir ætli að viðurkenna ábyrgð á dauða hans með þeim fyrirvara að krónprinsinn hafi ekki haft nokkuð með hann að gera.Vilja gefa Sádum tækifæri til að ljúka rannsókn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur reynt að gera lítið úr mögulegri ábyrgð Sáda á hvarfi Khashoggi. Leiddi hann líkur að því að einhvers konar stigamenn hefðu getað hafa ráðið honum bana. Í gær kvartaði forsetinn undan því að Sádar væru álitnir „sekir þar til sakleysi þeirra væri sannað“ og vísaði þar til ásakana á hendur hæstaréttardómaraefnis hans um kynferðislegt ofbeldi. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti fund með Salman konungi Sádi-Arabíu í gær. Eftir hann sagði ráðherrann að Sádar hefðu lofað ítarlegri rannsókn á hvarfi Khashoggi og að sá sem bæri ábyrgð á því yrði dreginn til refsingar. Gefa ætti Sádum nokkurra daga svigrúm til að ljúka rannsókninni. Þegar fréttamenn spurðu Pompeo hvort að Sádarnir hefðu sagt hvort Khashoggi væri lífs eða liðinn vildi ráðherrann ekki fara nánar út í það og virtist upplýsa að viðmælendur hans hafi ekki sagt honum margt. „Ég vil ekki tala um neinar staðreyndanna. Þeir vildu ekki ræða um þær heldur að því leyti að þeir vilja fá tækifæri til þess að ljúka þessari rannsókn á ítarlegan hátt“Asked if Saudi officials told him whether Jamal Khashoggi is alive, Sec. of State Mike Pompeo says, "I don't want to talk about any of the facts. They didn't want to either, in that they want to have the opportunity to complete this investigation." https://t.co/T1MDf6NA6b pic.twitter.com/wfKJHgnqEL— ABC News (@ABC) October 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur. 16. október 2018 11:15 Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Sjá meira
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47
Segir að málað hafi verið á ræðisskrifstofu Sáda Tyrkneska lögreglan fékk að rannsaka ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þar sem talið er að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur. 16. október 2018 11:15
Pompeo fundar með Sádum vegna Khashoggi Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun síðar í dag hitta konung Sádí Arabíu, vegna Khashoggi málsins svokallaða 16. október 2018 07:20