Persónuvernd vísaði frá kvörtunum vegna tekjublaða Frjálsrar verslunar og DV Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2018 18:38 Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, keypti viðskiptatímaritið Frjálsa verslun í október í fyrra. Vísir/atli Persónuvernd vísaði frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV í fyrra. Úrskurðir í málunum tveimur voru birtir í dag á vef Persónuverndar. Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.Sagði upplýsingar um tekjur sínar rangar Persónuvernd bárust tvær kvartanir frá tveimur einstaklingum í júlí í fyrra. Kvartanirnar sneru báðar að vinnslu persónuupplýsinga um kvörtunaraðila hjá Heimi hf., þáverandi útgefanda Frjálsrar verslunar sem gefur út tekjublað ár hvert. Önnur kvörtunin varðaði einnig birtingu sambærilegra upplýsinga hjá útgefanda DV, sem gefur út Tekjublað DV. Í þeirri kvörtun sem beindist bæði gegn Frjálsri verslun og DV segir að kvörtunaraðili telji birtingu tekjutímaritanna óheimila. Þá séu áætlaðar tekjur blaðanna í mörgum tilvikum rangar auk þess sem kvartandi hafi ekki verið upplýstur um vinnsluna í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Forsíða tekjublaðs Frjálsrar verslunar árið 2017.Mynd/SkjáskotÍ hinni kvörtuninni finnur kvartandi að því að í tekjublaði Frjálsrar verslunar hafi verið gefið í skyn að hann hafi haft tekjur af vinnu sinni sem forsvarsmaður félags á Íslandi. Hann hafi hins vegar engar tekjur haft af þeirri vinnu og hafi sínar tekjur annars staðar frá. Taldi kvartandi það brot á persónuvernd sinni „að þriðji aðili upplýsi um tekjur hans í sínum miðli og það á röngum forsendum.“Sjá einnig: Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Segja birtinguna stuðla að umræðu um skattamál Í svari útgáfufélagsins Heimis hf. segir m.a. að samkvæmt lögum um tekjuskatt sé opinber birting á upplýsingum um álagða skatta úr skattskrá heimil, svo og útgáfa þeirra upplýsinga. Notkun umræddra upplýsinga stuðli einnig að umræðu um skattamál. Í því samhengi er vísað til þess að margar af mest lesnu fréttum á vefmiðlunum Vísi og Mbl daginn sem tekjublaðið kom út hafi verið um skattamál og stór hluti þeirra hafi vísað til blaðsins. Í svari DV er einnig vísað til þess að samkvæmt lögum sé opinber birting og útgáfa á álagningar- og skattskrá heimiluð. Málin talin heyra undir dómstóla Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuvernd. Þannig væri ekki litið svo á að Persónuvernd hefði vald til að taka bindandi ákvörðun í málunum, heldur yrði slíkt talið heyra undir dómstóla. Í ljósi þess var kvörtununum vísað frá. Í báðum úrskurðunum var einnig tekið fram að meðferð málanna hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Í dag var greint frá því að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Persónuverndar komst svo að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 að Creditinfo lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál. Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Persónuvernd vísaði frá kvörtunum tveggja einstaklinga sem kvörtuðu undan birtingu tekna sinna í tekjublöðum Frjálsrar verslunar og DV í fyrra. Úrskurðir í málunum tveimur voru birtir í dag á vef Persónuverndar. Meðferð málanna dróst vegna mikilla anna hjá Persónuvernd.Sagði upplýsingar um tekjur sínar rangar Persónuvernd bárust tvær kvartanir frá tveimur einstaklingum í júlí í fyrra. Kvartanirnar sneru báðar að vinnslu persónuupplýsinga um kvörtunaraðila hjá Heimi hf., þáverandi útgefanda Frjálsrar verslunar sem gefur út tekjublað ár hvert. Önnur kvörtunin varðaði einnig birtingu sambærilegra upplýsinga hjá útgefanda DV, sem gefur út Tekjublað DV. Í þeirri kvörtun sem beindist bæði gegn Frjálsri verslun og DV segir að kvörtunaraðili telji birtingu tekjutímaritanna óheimila. Þá séu áætlaðar tekjur blaðanna í mörgum tilvikum rangar auk þess sem kvartandi hafi ekki verið upplýstur um vinnsluna í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.Forsíða tekjublaðs Frjálsrar verslunar árið 2017.Mynd/SkjáskotÍ hinni kvörtuninni finnur kvartandi að því að í tekjublaði Frjálsrar verslunar hafi verið gefið í skyn að hann hafi haft tekjur af vinnu sinni sem forsvarsmaður félags á Íslandi. Hann hafi hins vegar engar tekjur haft af þeirri vinnu og hafi sínar tekjur annars staðar frá. Taldi kvartandi það brot á persónuvernd sinni „að þriðji aðili upplýsi um tekjur hans í sínum miðli og það á röngum forsendum.“Sjá einnig: Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Segja birtinguna stuðla að umræðu um skattamál Í svari útgáfufélagsins Heimis hf. segir m.a. að samkvæmt lögum um tekjuskatt sé opinber birting á upplýsingum um álagða skatta úr skattskrá heimil, svo og útgáfa þeirra upplýsinga. Notkun umræddra upplýsinga stuðli einnig að umræðu um skattamál. Í því samhengi er vísað til þess að margar af mest lesnu fréttum á vefmiðlunum Vísi og Mbl daginn sem tekjublaðið kom út hafi verið um skattamál og stór hluti þeirra hafi vísað til blaðsins. Í svari DV er einnig vísað til þess að samkvæmt lögum sé opinber birting og útgáfa á álagningar- og skattskrá heimiluð. Málin talin heyra undir dómstóla Ákvörðun Persónuverndar í málunum tveimur byggði svo á því að samkvæmt persónuverndarlögum falli vinnsla, sem einvörðungu fer fram í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi, utan ramma flestra ákvæða laga um verkefni Persónuvernd. Þannig væri ekki litið svo á að Persónuvernd hefði vald til að taka bindandi ákvörðun í málunum, heldur yrði slíkt talið heyra undir dómstóla. Í ljósi þess var kvörtununum vísað frá. Í báðum úrskurðunum var einnig tekið fram að meðferð málanna hafi dregist vegna mikilla anna hjá Persónuvernd. Í dag var greint frá því að Persónuvernd hafi þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. Persónuverndar komst svo að þeirri niðurstöðu í úrskurði árið 2013 að Creditinfo lánstrausti væri óheimilt að miðla upplýsinga úr skattskrá til áskrifenda sinna í viðskiptalegum tilgangi. Í úrskurðinum er rakið að briting Creditinfo Lánstrauts á upplýsingum hafi ekki verið í þágu aðhalds með gjaldendum og skattyfirvöldum eða til að stuðla að umræðu um skattamál.
Persónuvernd Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30 Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41 Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Persónuvernd hefur áður talið birtingu úr skattskrám í viðskiptalegum tilgangi óheimila Persónuvernd hafa þegar borist kvartanir vegna nýrrar vefsíðu, tekjur.is, sem birtir upplýsingar um tekjur allra fullorðinna Íslendinga samkvæmt skattskrá ríkisskattsjóra. 12. október 2018 16:30
Nýr vefur sýnir laun allra fullorðinna Íslendinga Upplýsingavefnum Tekjur.is var hleypt af stokkunum í morgun en á vefnum eru birtar upplýsingar um launa- og fjármagnstekjur allra Íslendinga átján ára og eldri. 12. október 2018 12:41
Tekjur Íslendinga: Stjórnarmenn í Glitni HoldCo með tugi milljóna í tekjur á mánuði Tom Gröndah og Steen Parsholt, stjórnarmenn í Glitni HoldCo, eru þeir tekjuhæstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag með tæpar 56 milljónir króna í mánaðarlaun. 1. júní 2018 10:17