Mathallir fagna fleiri mathöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2018 11:13 Frá mathöllinni á Granda. Vísir/Vilhelm Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17. Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Sjá meira
Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17.
Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Sjá meira
Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54
Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent