Telur Cleveland-búa ekki hafa áttað sig á kostum íslensku flugfélaganna Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2018 13:27 Flugfélögin hafa bæði hætt flugi til Cleveland en Icelandair stefnir á því að byrja aftur með áætlunarferðir þaðan næsta sumar. Vísir/Vilhelm „Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Ég held að Cleveland-búar hafi ekki áttað sig á því að þetta væri önnur leið til Evrópu. Ég held að þeir verði meðvitaðir um það ef Icelandair verður áfram hér,“ segir framkvæmdastjóri viðskiptaráðs Cleveland-borgar í Bandaríkjunum þar sem hann tjáir sig um áætlunarferðir íslensku flugfélaganna WOW og Icelandair. Flugfélögin íslensku voru með reglulegar áætlunarferðir frá Hopkins-flugvellinum í Cleveland en WOW Air tilkynnti nýverið að flugfélagið hefði ákveðið að hætta flugi þaðan til Íslands. Icelandair ætlar að gera hlé á áætlunarferðunum yfir vetrartímann en byrja aftur í sumar. Þegar WOW Air og Icelandair hófu flug frá Hopkins voru áætlunarferðirnar til Íslands meðal annars kynntar sem ódýr leið fyrir Cleveland-búa til að komast til Evrópu. Joe Roman, framkvæmdastjóri Greater Cleveland Partnership, segir við News 5 í Cleveland að þegar bæði íslensku flugfélögin voru farin að fljúga frá Hopkins nánast á sama tíma dags, var ljóst að annað hvort þeirra myndi hverfa frá. Líkt og áður segir ætlar Icelandair að hefja aftur áætlunarferðir frá Hopkins-flugvelli til Íslands næsta sumar en Roman hvetur íbúa Cleveland til að nýta sér þjónustu Icelandair. Ekki aðeins til að heimsækja Ísland heldur til að komast til Evrópu og aðra hluti heimsins á ódýran hátt. „Ég held að ekki nógu margir hafi áttað sig á því að þetta verður ekki bara góð leið til að komast til Íslands yfir sumarið, heldur einnig mjög ódýr leið til Evrópu, Tel Aviv og annarra áfangastaða.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32 Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
WOW dregur saman seglin vestanhafs Enn fækkar bandarískum borgum í leiðakerfi WOW Air. 17. október 2018 10:32
Skúli: Mesti vöxturinn verður í flugi frá Indlandi og Asíu Wow Air hefur ákveðið að hætta að fljúga til þriggja áfangastaða í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Skúli Mogensen segir að Wow Air sé að leita að áfangastöðum með betri sætanýtingu allan ársins hring. Hann segist reikna með að mesti vöxturinn hjá félaginu á næstu árum verði í flugi frá Indlandi og Asíu. 17. október 2018 17:30